fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Lilja fór gegn tillögu við skipan Einars Huga sem formanns fjölmiðlanefndar

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 4. júní 2020 19:52

Lilja Alfreðsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór gegn tillögu sérfræðinga í ráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason sem formann fjölmiðlanefndar á síðasta ári. RUV greinir frá þessu.

Einar Hugi Bjarnason

Samkvæmt RUV var í minnisblaði til Lilju mælt með því að skipa Halldóru Þorsteinsdóttur sem formann nefndarinnar en Halldóra er lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og einn helsti sérfræðingur landsins í fjölmiðlarétti. Þess í stað valdi Lilja Einar Huga sem hefur litla sem enga reynslu á sviði fjölmiðlaréttar. Í fjölmiðlalögum er krafist reynslu á því sviði, auk þess sem Lilju ber samkæmt jafnréttislögum að rétta kynjahalla í nefndum.  Halldóra var áður varaformaður fjölmiðlanefndar og hafði henni verið tilkynnt um fyrirhugaðan skipan hennar sem formanns. Þetta dró Lilja síðan til baka og skipaði Einar Huga formann.

Áður hafði verið greint frá því að Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu. Þá kom fram á RÚV í gær að áðurnefndur Einar Hugi hefði verið formaður hæfisnefndarinnar vegna ráðningar ráðuneytisstjóra. Einar Hugi hefur verið hefur verið tilnefndur af Framsóknarflokki eða framsóknarráðherra í minnst átta nefndir og ráðgjafahópa. Auk hæfnisnefndar hefur Lilja nýverið skipað hann í þrjár aðrar nefndir eða starfshópa, þar á meðal sem formann fjölmiðlanefndar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna