fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fréttir

Flokksbróðir yfir hæfisnefndinni – Lilja braut jafnréttislög

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 3. júní 2020 19:48

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður hæfnisnefndar sem lagði mat á umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu, fer með formennsku í fjórum nefndum sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað hann í. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar en hún segist hafa fylgt mati nefndarinnar.

Fulltrúi Framsóknar í fjölda nefnda

Einar Hugi Bjarnason, formaður hæfnisnefndarinnar sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skipaði til þess að meta umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra, hefur verið tilnefndur af Framsóknarflokki eða framsóknarráðherra í minnst átta nefndir og ráðgjafahópa. Auk hæfnisnefndar hefur Lilja nýverið skipað hann í þrjár aðrar nefndir eða starfshópa.

Fréttastofa RÚV greinir frá því að óskað hafi verið eftir því fyrir hálfu ári að fá upplýsingar um í hvaða nefndum Einar Hugi hefði setið á vegum menntamálaráðneytins. Þessa fyrirspurn ítrekaði RÚV í gær og aftur í dag og fékk þá svar.

Sat með Lilju í sérfræðihópi

Einar Hugi, formaður fjölmiðlanefndar, er formaður starfshóps sem gera á tillögur að breytingum á fjölmiðlalögum og er ennfremur formaður áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema. Hann var fulltrúi Framsóknarflokksins í Stjórnarskrárnefnd og sat með Lilju í sérfræðingahópi forsætisráðherra um skuldavanda heimilanna í tíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2013. Hann sat einnig í starfshópi vegna lækkunar á höfuðstól húsnæðislána og lagahópi því tengdum.

Fjórir voru metnir hæfastir af hæfnisnefnd, Páll, tvær konur og einn karl. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, var þar á meðal og var það hún sem kærði ráðninguna. Páll var skipaður 1. nóvember í fyrra. Eftir að hafa fengið gögn frá ráðuneytinu kærði Hafdís ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að sinni niðurstöðu í síðustu viku.

Um Einar Huga á vef Fjölmiðlanefndar:

Einar Hugi Bjarnason, formaður fjölmiðlanefndar, lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 2006 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands 2012. Einar Hugi er einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur ehf. Einar Hugi hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga um lengri og skemmri tíma, oftast tengt lögmannsstörfum. Frá árinu 2013 hefur Einar sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands. Einar hefur einnig setið í ýmsum nefndum á vegum hins opinbera. Einar Hugi kom að gerð frumvarps til laga um styrki til einkarekinna fjölmiðla sem lagt verður fyrir á 150. löggjafarþingi Alþingis 2019-2020. Þá hefur Einar Hugi flutt fjölda dómsmála á sviði fjölmiðlaréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lúsmýið líklega verst í Hveragerði: Hrikaleg bitsár

Lúsmýið líklega verst í Hveragerði: Hrikaleg bitsár
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrverandi starfsmenn Messans rita opin bréf til eigenda og Eflingar – „Við vorum rænd laununum“

Fyrrverandi starfsmenn Messans rita opin bréf til eigenda og Eflingar – „Við vorum rænd laununum“
Fyrir 2 dögum

Setjum þingmenn í skólabúninga

Setjum þingmenn í skólabúninga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir Katrínu hafa skrifað sig út úr þakkarræðu

Kári segir Katrínu hafa skrifað sig út úr þakkarræðu