fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Tómasson, fyrrverandi framherji Fylkis, er í skemmtilegu spjalli við Jóhann Skúla í Draumaliðinu þar sem hann velur bestu samherjana af ferlinum. Kristinn var öflugur framherji og er goðsögn í Lautinni í Árbænum.

Hann segir frá því þegar hann hljóp stífluhringinn sem er fyrir neðan félagsheimili Fylkis, allt fyrir fría ferð til útlanda. „Það var eftir eina æfinguna, þá var ég að fara í nýja takkaskó og fer í þeim í sturtu til að mýkja þá upp. Fer í Fylkis sokka og takkaskóm í sturtu, þar eru þeir nokkrir saman í sturtunni og þeir hlæja þegar ég kem inn. Ekki alveg standard búnaður í sturtu,“ sagði Kristinn þegar hann hóf að rifja upp þetta ótrúlega hlaup.

Hringurinn sem Kristinn fór

Nokkrir samherjar hans fóru að bjóða honum kassa af bjór fyrir það að rölta svona út úr klefanum en Sverrir Sverrisson samherji hans gekk skrefinu lengra.

,,Þar byrja veðmál og verið að mana mig í að gera hluti, tveir af þeim bjóða mér bjórkassa ef ég fer svona út. Sverrir á góðum launum sem spilandi aðstoðarþjálfari og hann tekur þetta ennþá lengra. ´Ef þú hleypur stífluhringinn þá borga ég fyrir þig til Kýpur´ sagði Sverrir.“

Kristinn ákvað að skoða aðstæður áður en hann hljóp af stað og taldi ekki marga vera á ferli.

„Þetta eru kannski 3 kílómetrar, ég fer út í gættina. Klukkan var svona 19:30, sól og flott veður í dalnum. Ég horfi út eftir og sé ekki marga á ferðinni, ég legg af stað. Bara á takkaskónum, ég er kominn niður fyrir þar sem gervigrasið er fyrir neðan. Kem fyrir hornið og þar mæti ég 20-30 manna skokkhópi. Ég held áfram og tek fram úr fólki sem er í göngutúr, fólk sem fer annað og mætir mér ekki. Ég hljóp hringinn örugglega á mettíma. Ég kem til baka, þá er ný búinn leikur í old boys og konur þeirra og allir eru eru þar. Þar bíða svona 100 manns sem bíða fyrir utan klefann, ég hleyp í gegn og inn í klefa. Eins og ekkert sé eðlilegra.“

Þegar kom að skuldardögumm þá stóð Sverrir við sitt. „Svo fórum við út í október, hann stóð við sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Í gær

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Í gær

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag