fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Egill fagnar: „Ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Einarsson segist fagna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í yfirlýsingu til DV. „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu. Ég var alltaf mjög hissa á þessum dómi Hæstaréttar en Mannréttindadómstóllinn vandaði greinilega til verka,“ segir Egill.

Líkt og hefur verið greint frá fyrr í dag dæmdi Mannréttindadómstóll Evrópu Agli í vil vegna dóms Hæstaréttar þar sem Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður af meiðyrðum.

Ingi skrifaði yfir mynd af Agli „Fuck you rapist bastard“ og höfðaði Egill meiðyrðamál gegn honum. Hæstiréttur sýknaði Inga Kristján en Mannréttindadómstól Evrópu taldi hins vegar með þessu væri vegið að einkalífi Egils. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða Agli ríflega tvær milljónir í skaðabætur.

Hann segist fagna tilvist Mannréttindadómstóls Evrópu: „Það er ljóst að dómur Hæstaréttar stenst ekki kröfur Mannréttindasáttmálans um takmörk tjáningarfrelsis. Það er ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum. En ég fagna mjög að það sé til fyrirbæri eins og Mannréttindadómstóll Evrópu. Margir mannréttindalögmenn hafa haft samband við mig og óskað mér til hamingju með dóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni