fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Margrét varð fyrir óhugnanlegri reynslu eftir viðburð sem hún sótti – „Þetta er stórhættulegt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. júní 2025 21:02

Margrét Tryggvadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og fyrrverandi Alþingismaður greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún hafi fyrir nokkrum dögum verið viðstödd tónleika bandaríska tónlistarmannsins Bruce Springsteen í höfuðborg Tékklands, Prag. Það væri líklega ekki í frásögur færandi nema vegna þess sem að Margrét upplifði á einmitt Facebook eftir að tónleikunum lauk. Samfélagsmiðillinn virtist vel meðvitaður um hvaða viðburð Margrét hafði verið viðstödd. Fréttaveita hennar fylltist í kjölfarið af ýmsu efni sem tengdist Bruce Springsteen en stór hluti af því reyndist vera hreinn tilbúningur og falsfréttir. Segir Margrét þróun samfélagsmiðla hreinlega orðna ógnvænlega og að skilin milli fals og raunveruleika verða sífellt óljósari.

Margrét segir að eftir tónleikana hafi fréttaveitan á Facebook-síðu hennar fyllst af myndum frá fólki sem hún þekki fæst eða hafi nokkur tengsl við en hafi verið á þessum sömu tónleikum. Það hafi ekki skapað þægilegar tilfinningar innra með henni:

„Saklaust? Kannski en augljóslega verið að fylgjast með mér, hvar ég sé og hvað ég upplifi sem mér finnst óþægilegt.“

Falsfréttir

Nokkrum dögum síðar fór Margrét að skoða myndirnar frá tónleikunum hraðar og þá fór birtast í fréttaveitu hennar efni sem tengdist Springsteen en olli henni enn meira hugarangri:

„Fór fréttaveitan á Facebook að birta ýmsar falsfréttir um Bruce Springsteen, t.d. um að hann hefði verið í Madison Squere Garden að spila með Bono og einmitt kvöldið sem ég sá hann í Prag hafi hann stigið á svið með Joan Baez einhvers staðar allt annars staðar ( … mig grunar að gervigreind hafi verið notuð til að koma þeim saman á svið). Hvorugt er rétt en það er eins og einhvers staðar hafi verið tekin ákvörðun um að það þyrfti að mata mig með áhugaverðara efni fyrst ég væri að missa áhugann og þá skipti minnstu þótt það væri lygi.“

Tilgangurinn

Margrét veltir fyrir sér hver sé tilgangurinn með þessu:

„Hver sjá hag sinn í því að rugla í okkur og ljúga – og á sama tíma sjá til þess að við verðum að draga sannleiksgildi alls sem við sjáum í efa ef einhvers staðar leynast enn virkar heilasellur? Það er nokkuð ljóst að við getum ekki treyst neinu og reiknireglur andskotans sjá um að fóðra okkur á lygavef sem hentar einmitt okkur og okkar áhugasviði.“

Hún segir algóritmann sem stýrir samfélagsmiðlum alltaf vilja sýna okkur eitthvað meira og stærra tengt okkar áhugamálum þótt það sé lygi eða eitthvað sem við höfum sannarlega engan áhuga á að sjá:

„Maður sem ég þekki hefur áhuga á skotveiði, fjallajeppum og seinni heimsstyrjöldinni. Algóritminn kynnir hann endalaust fyrir síðum, hópum og myndefni um og fyrir rasista, fasista og öfga hægri menn – en ekkert gæti verið honum fjarri. Það sama á örugglega við um ýmsa áhugamenn um þessa hluti sem eru því miður ginkeyptari fyrir fasisma.“

Hættulegt

Margrét segir það alveg skýrt að þessi þróun sé afar varhugaverð:

„Þetta er stórhættulegt, sérstaklega þegar augljóst er að efninu sem haldið er að okkur er ekki treystandi.“

Margrét veltir fyrir sér hvað sé til ráða og segir að það leysi ekki vandann á heimsvísu að hvert og eitt okkar taki sér frí frá Facebook eins og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur boðað að hún ætli að gera í sumar. Margét virðist ekki sérlega bjartsýn:

„Við erum öll meira og minna á valdi alþjóðlegra tæknifyrirtækja utan allrar lögsögu – eins og tilraunadýr á plánetunni jörð og stefnum lóðbeint til andskotans.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal