fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Verðmætur suðumaður og vel liðinn rekinn fyrirvaralaust úr starfi eftir dularfullt tölvuhvarf – Riftunin reyndist þó dýrkeypt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. júní 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vélaverkstæði þarf að greiða fyrrum suðumanni sínum vangreidd laun, miskabætur og málskostnað eftir að ráðningarsambandi þeirra var rift með ólögmætum hætti. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Óvænt riftunarbréf

Það var þann 28. nóvember á síðasta ári sem suðumaðurinn fékk óvænt riftunarbréf frá vinnuveitanda sínum, en þar var hann borinn þungum sökum. Riftun var rekin til þess að suðumaðurinn hafi þvegið fyrirtækisbíl merktan öðru fyrirtæki með tækjum vélaverkstæðisins. Eins hafi á upptökum sést hvar suðumaðurinn bar út af vélaverkstæðinu „mikið magn af óskilgreindum tólum, tækjum eða vörum“ og fært yfir í bíl fyrir utan verkstæðið. Suðumaðurinn hafi einnig sést reykja sígrettu sem hann fór með inn á vinnusvæðið sem sé með öllu óheimilt og loks hafi kvenmaður sést með honum á vinnustaðnum og haldið á bjórflösku.

Með þessu hefði suðumaðurinn með „grófum og ámælisverðum hætti“ brotið gegn starfsskyldum sínum og því yrði ekki um frekari launagreiðslur að ræða og ekki óskað eftir frekara vinnuframlagi.

Suðumaðurinn varð furðulostinn enda hafði hann unnið þarna í sex ár og verið vel liðinn. Hann reyndi að fá stjórnendur vélaverkstæðisins til að funda með sér og stéttarfélagi, en það bar engan árangur. Loks fékk suðumaðurinn sér lögmann sem tilkynnti vélaverkstæðinu að riftun hefði verið óheimil og að farið væri fram á laun í uppsagnarfresti.

Örlagaríkur dagur og dularfullt tölvuhvarf

Málið virðist einkum byggja á atvikum sem áttu sér stað fimm dögum áður en ráðningarsamningi var rift, laugardaginn 23. nóvember. Þá hafði yfirmaður beðið suðumanninn um að sinna tilteknu verkefni í yfirvinnu. Suðumaðurinn gerði það, lauk verkinu og fékk hrós fyrir. Af lýsingu málsins í dómi má ætla að í framhaldinu hafi týnst tölva á vinnustaðnum sem varð til þess að upptökur úr eftirlitsmyndavél sem vaktar svæði fyrir utan anddyri vinnustaðarins voru skoðaðar.

Þá sást að þann 23. nóvember hafði suðumaðurinn fengið kærustu sína í heimsókn. Hún var á bíl í eigu síns vinnuveitanda og suðumaðurinn þvoði hann með tækjum vélaverkstæðisins. Síðar sést hann bera poka úr matvöruverslunum yfir í annan bíl, hann sést reykja og svo sést til kærustu hans með drykk í hendinni sem gæti verið áfengur.

Stjórnendur verkstæðisins töldu þetta sanna að suðumaðurinn væri að brjóta gegn starfsskyldum sínum og eins að hann væri að stela. Morguninn þann 28. nóvember var ákveðið að leggja fyrir suðumanninn gildru. Tölvupóstur var sendur á starfsmenn þar sem sagði að tölva hefði horfið á vinnustaðnum og ekki fundist þrátt fyrir leit. Hún hefði síðast sést þann 23. nóvember þegar suðumaðurinn var einn að störfum. Eftir að tölvupósturinn var sendur mætti suðumaðurinn á vinnustaðinn með poka í hendinni og köku sem unnusta hans hafði bakað. Fljótlega eftir það fannst tölvan á stað sem áður hafði verið leitað á, og sama dag var suðumanninum afhent riftunarbréf.

Vélaverkstæðið kærði þennan meinta þjófnað til lögreglu, en rannsókn var felld niður þar sem ekki þótti vera grundvöllur fyrir henni.

Suðumaðurinn höfðaði svo mál gegn fyrrum vinnustað sínum þar sem hann krafðist launa í uppsagnarfresti og miskabóta. Fyrrum yfirmaður hans hefði þjófkennt hann og ekki nóg með það, heldur hafði yfirmaðurinn samband við vinnuveitanda kærustu suðumannsins sem við það missti vinnuna.

Verðmætur og vel liðinn

Suðumaðurinn rakti í máli sínu að ekkert væri óvenjulegt við að starfsmenn nýttu aðstöðu verkstæðisins til að þvo bíla sína, og aðrir starfsmenn staðfestu það við vitnaleiðslur. Makar og ættingjar kæmu líka reglulega í heimsókn til starfsfólks athugasemdalaust. Hann þvertók fyrir ásakanir um þjófnað en gekkst við því að hafa reykt, en það hefði átt að varða áminningu en ekki fyrirvaralausum brottrekstri.

Dómari tók undir með suðumanninum. Ekkert benti til þess að suðumaðurinn hefði brotið gegn ráðningarsamningi heldur þvert á móti benti allt til þess að suðumaðurinn hafi verið mjög vel liðinn, verðmætur og virkilega góður starfsmaður. Mögulega hefðu reykingarnar átt að kalla á tiltal, en allt annað sé ósannað og órökstutt. Vélaverkstæðinu var að sjálfsögðu heimilt að segja suðumanninum upp en bar að gera það með réttum hætti og réttum uppsagnarfresti.

Suðumaðurinn fær rúmlega 1,7 milljónir í vangreidd laun, en hann fær líka 1,2 milljónir í miskabætur en dómari tók fram að brottrekstur hafi verið illa grundaður, byggt á óstaðfestum getgátum og ósönnuðum sakargiftum um þjófnað. Þar með hafi vélaverkstæðið gerst sekt um ólögmæta meingerð gegn persónu suðumannsins og æru.

„Með athöfnum sínum gekk stefndi fram af stórkostlegu gáleysi og verður honum gert að greiða stefnanda bætur fyrir ófjárhagslegt tjón stefnanda sem hæfilega þykja 1.200.000 krónur, auk dráttarvaxta.“

Loks þarf vélaverkstæðið að greiða 2,2 milljónir í málskostnað svo riftunin reyndist því dýrkeypt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Í gær

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum