fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Fósturmóðir kærði ríkið fyrir húsleit lögreglu – Faðirinn hafði áður kært hana fyrir að svipta hann umsjá yfir syni sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. júní 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur í sérstæðu máli var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. júní síðastliðinn. Kona, sem tekið hafði að sér vistun drengs sem úrskurðað var að skyldi vistaður utan heimilis, stefndi ríkinu fyrir húsleit á heimili hennar. Krafðist hún tveggja milljóna króna í miskabætur.

Aðdragandinn var sá að vistun drengsins utan heimilis var felld úr gildi með úrskurði héraðsdóms. Sama dag lét konan barnavernd vita að drengurinn hefði farið frá henni og væri kominn í umsjá móður sinnar. Þannig hagaði til að móðir drengsins bjó í kjallaraíbúð í húsi konunnar. Mæðginin létu sig hins vegar hverfa, en móðirin tókst á við föður barnsins um umsjá þess. Sjálf fór konan í sumarbústað og kom heim daginn eftir. Við heimkomu mætti hún tveimur lögreglumönnum sem spurðu hana um drenginn. Sagðist hún ekki vita hvar drengurinn og móðir hans væru.

Á meðan konan var í sumarbústaðnum hafði lögregla, ásamt barnavernd, knúið dyra á heimili hennar og rætt við eiginmann hennar. Spurðu þau eftir drengnum en eiginmaðurinn sagði að barnið væri ekki í húsinu og veitti lögreglu leyfi til að litast um innandyra. Leitaði lögreglan í kjallaraíbúðinni en fann þar hvorki drenginn né móður hans.

Faðir drengsins hafði þá látið lýsa eftir honum og hafði lögregla liðsinnt barnavernd í leitinni eins og henni ber að gera. Konan segir hins vegar að innlit lögreglu til hennar hafi jafngilt húsleit. Einnig að lögregla hafi tjáð henni að hún hefði stöðu sakbornings í lögreglurannsókn. Þessu neitaði lögregla og sagði að engin lögreglurannsókn hefði verið í gangi.

Um einu og hálfu ári síðar kærði faðir barnsins konuna hins vegar til lögreglu fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga, sem er svohljóðandi:

„Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.“

Rannsókn þess máls var felld niður þar sem ekki var talið að nægileg gögn hefðu komið fram sem leitt gætu til sakfellingar.

Það var niðurstaða héraðsdóms að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á réttmæti skaðabótakröfu sinnar eða bótaskyldu ríkisins. Var því íslenska ríkið sýknað af kröfu hennar. Málskostnaður var hins vegar felldur niður.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli