fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Guðmundur lýsir ótrúlegu þekkingarleysi: Leiðsögumaður spurði hvar allt hestakjötið væri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 17:00

Samsett mynd: Pexels/Skjáskot Samstöðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekki einangrað tilvik – heldur lýsandi fyrir alvarlegt og vaxandi vandamál,“ segir Guðmundur Björnsson, aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms hjá Endurmenntun HÍ, í aðsendri grein á Vísi.

Guðmundur vekur þar athygli á því að í mörg ár hafi verið barist fyrir því að ferðaleiðsögumenn á Íslandi fái sambærilega fullgildingu og margar aðrar stéttir sem sinna opinberri þjónustu.

Hann bendir á að undarleg þversögn ríki í ferðaþjónustunni hér á landi.

„Á meðan almenningur, fræðasamfélagið og stór hluti atvinnugreinarinnar viðurkenna mikilvægi fagmennsku og sérþekkingar í leiðsögn ferðamanna, þá virðist stjórnsýslan líta á ferðaleiðsögn sem eitthvað sem hver sem er geti sinnt – án sérstakra skilyrða, án viðurkenningar, án ábyrgðar,“ segir hann.

Hann segir að í mörg ár hafi fagfólk með menntun og sérþekkingu á sviðum eins og sögu, náttúru, menningu, samskiptum og öryggismálum kallað eftir því að ferðaleiðsögumenn fái löggildingu.

„Nú verður þetta sama fagfólk vitni að því að fagmennska í ferðaleiðsögn sé að fjara út. Sífellt fleiri eru ráðnir til starfa án menntunar, án faglegra krafna og án ábyrgðar. Leiðsögn er orðin markaðsvara sem lítur betur út á vefnum en hún hljómar í raunheimum. Þar sem áherslan hefur færst frá innihaldsríkri fræðslu yfir í glansmynd og yfirborðsmennsku.“

Hann nefnir eitt sláandi dæmi máli sínu til stuðnings.

„Eitt dæmi segir meira en mörg orð: Í dagsferð frá Reykjavík spurði erlendur leiðsögumaður íslenskan fagmenntaðan ferðaleiðsögumann, á afar lélegri ensku, hvar allt „hestakjötið“ sem við ræktum á Íslandi færi á markað. Þegar hinn íslenski leiðsögumaður útskýrði að hestar væru hér fyrst og fremst ræktaðir til reiðmennsku og ræktunar, en ekki til slátrunar, varð ljóst að viðkomandi hafði hvorki skilning né samhengi um málið og virtist gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann. Í ljós kom að hann hafði enga fræðilega menntun á sviði leiðsagnar, hafði áður ekið strætisvagni í Reykjavík, en var nú farinn að leiðsegja hópum ferðamanna um íslenskt samfélag, náttúru og menningu.“

Guðmundur segir að þetta sé ekki einangrað tilvik heldur lýsandi fyrir alvarlegt og vaxandi vandamál.

„Sífellt fleiri sinna ferðaleiðsögn án nauðsynlegrar þekkingar, reynslu eða menntunar. Um leið eru fagmenntaðir ferðaleiðsögumenn settir til hliðar, þar sem fagmennska og gæði víkja fyrir lægri kostnaði og þeirri hættulegu hugmynd að „allir geti sagt eitthvað“. Þetta endurspeglar þróun þar sem fagleg viðmið eru látin mæta afgangi til að þóknast skammtímahagsmunum og rekstrarlegu hagræði.“

Guðmundur segir að ferðaleiðsögn sé ekki aukaatriði heldur hjarta upplifunar ferðamannsins. „Brúin á milli lands og gests, milli veruleika og skilnings. Ef sú brú er byggð á vanþekkingu, kæruleysi eða hentisemi, er hætt við að allt falli saman.“

Grein Guðmundar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum