fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Smásmugulegur leigusali fékk ekki bætur vegna ófullnægjandi þrifa leigutaka

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 15:30

Leigusalinn fékk bætur fyrir brotinn vask en ekki ófullnægjandi þrif Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð í máli þar sem leigusali krafðist greiðslu úr tryggingu leigjanda vegna ófullnægjandi þrifa og skemmda á vaski í leiguhúsnæði að leigutíma loknum. Nefndin féllst aðeins að hluta á kröfuna – og hafnaði alfarið kröfu leigusala vegna þrifanna.

Leigjandi fékk ekki tækifæri til úrbóta

Málið snérist um leigusamning sem gerður var frá 2. október 2023 til 1. júní 2024 um leigu á ótilgreindri íbúð. Við skil íbúðarinnar kvað leigusalinn að baðvaskur hefði verið brotinn og að þrifum hefði verið verulega ábótavant. Hún krafðist því 200.000 króna úr tryggingu leigjandans til að standa straum af kostnaði vegna nýs vasks og alþrifa.

Leigjandi viðurkenndi að hafa skemmt vaskinn óvart þegar ilmvatnsglas féll á hann, en mótmælti alfarið kröfunni vegna þrifa. Hann sagðist hafa þrifið íbúðina vandlega í tvo daga með aðstoð sambýliskonu sinnar og að einu kvartanir leigusala sneru að smávægilegu ryki og mylsnu í skúffum.

Kærunefndin hafnaði kröfu leigusala um greiðslu vegna þrifanna á þeim grundvelli að ekki hafi farið fram sameiginleg úttekt við skil íbúðarinnar, eins og kveðið er á um í húsaleigulögum. Þar að auki hefði leigjanda ekki verið gefinn kostur á að bæta úr meintum ágöllum í samræmi við lög.

Þá lagði leigusali ekki fram reikning eða sannanir fyrir því að hún hefði sjálf greitt fyrir þrif eða ráðið til þess fagfólk. Gögnin sem hún lagði fram – myndir og myndband tekin af henni sjálfri – þóttu ekki nægjanleg til að réttlæta bótaskyldu leigjanda.

Fékk hluta bótakröfu vegna vasksins

Hins vegar féllst kærunefndin á að veita leigusala hluta bóta vegna vasksins. Leigjandi hafði reynt að gera við sprungu með hvítu fylliefni, en nefndin taldi þá viðgerð ófullnægjandi. Leigusali hafði lagt fram kröfu um 134.000 krónur, þar af 69.000 kr. fyrir nýjan vask og 65.000 kr. fyrir vinnu við uppsetningu.

Nefndin taldi þó að leigusali myndi hagnast með því að fá nýjan vask í stað gamla og að ekki lægju fyrir nákvæmar upplýsingar um verðmæti þess vasks sem skemmdist. Af þeim sökum voru bætur metnar að álitum og ákveðið að leigusali ætti rétt á 70.000 krónum úr tryggingu leigjanda.

Úrskurður kærunefndar er bindandi gagnvart aðilum málsins en þeim er heimilt að bera hann undir dómstóla innan átta vikna. Verði slíkt ekki gert tekur úrskurðurinn gildi og er aðfararhæfur án frekari dóms.

Hér má lesa úrskurð kærunefndar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Byssuskot á hóteli í miðborginni: Búið að yfirheyra alla fimm

Byssuskot á hóteli í miðborginni: Búið að yfirheyra alla fimm
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum