fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Mörg hundruð Íranir hafa látið lífið við að reyna að forðast COVID-19 smit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. mars 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íran hefur orðið illa út í COVID-19 faraldrinum. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum hafa að minnsta kosti 2.500 Íranir látist af völdum veirunnar. Gervihnattamyndir af borginni Qom sýna að yfirvöld eru að grafa fjöldagrafir fyrir fórnarlömbin. Samhliða því sem ástandið í landinu versnar hefur færst í vöxt að rangar upplýsingar um veiruna nái sér á flug. Á samfélagsmiðlum er stungið upp á ýmsum aðferðum til að forðast smit og til að læknast af henni. Þetta hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Eitt af ráðunum sem mikið hefur farið fyrir er að alkóhól geti verndað fólk fyrir smiti. Mörg þúsund manns hafa farið að þessu ráði og drukkið metanól, einnig þekkt sem tréspíra, en það er eitrað. Á föstudaginn létust 480 manns eftir að hafa drukkið metanól og tæplega 3.000 veiktust. Metanól getur lamað öndunarfærin, valdið varanlegri blindu og í versta falli dauða.

Áfengisneysla er bönnuð í Íran en áfengir drykkir eru seldir í miklu magni á svarta markaðnum. En þetta áfengi er mismunandi að gæðum og inniheldur oft metanól.

Írönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ráðlagt fólki að forðast að fara þessa leið. Í sumum héruðum landsins er ástandið svo slæmt að fleiri hafa látist af völdum metanóleitrunar en af völdum COVID-19 veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana