fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Bill Gates hættir í stjórn Microsoft – Ætlar að einbeita sér að mannúðarmálum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 08:01

Bill Gates. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates, annar stofnandi Microsoft, ætlar að hætta í stjórn fyrirtækisins til að geta eytt meiri tíma í að sinna mannúðarmálum. Hann hyggst beina sjónum sínum að heilbrigðismálum um allan heim og þróunarstarfi, menntun og loftslagsbreytingunum.

Gates, sem er 65 ára, er einn af auðugustu mönnum heims. Hann er einnig hættur í stjórn Berkshire Hathaway, fjárfestingafyrirtækis auðjöfursins Warren Buffett.

Gates hætti afskiptum af daglegum rekstri Microsoft 2008 en hefur síðan setið í stjórn fyrirtækisins. Í tilkynningu frá Gates segir að fyrirtækið muni alltaf vera mikilvægur hluti af ævistarfi hans og að hann muni áfram styðja við stjórnendur þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól