fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Einn fremsti sundmaður heims dæmdur í átta ára bann

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, hefur dæmt einn fremsta sundkappa heims, Kínverjann Sun Yang, í átta ára keppnisbann. Ef bannið stendur er líklega óhætt að segja að ferli þessa 28 ára sundmanns sé lokið.

Yang hefur átt afar farsælan feril og hann vann til dæmis til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Þá fékk hann silfur í 400 metra skriðsundi. Þá hefur hann unnið til fjölmargra gullverðlauna á heimsmeistaramótum og er að öðrum ólöstuðum einn þekktasti íþróttamaður Kína.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Yang er dæmdur í bann en hann var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann árið 2014 fyrir notkun ólöglegra efna.

Málið nú snýr að því að Yang neitaði að gangast undir lyfjapróf þegar fulltrúar lyfjaeftirlitsins mættu heim til hans í september 2018. Þá var hann sakaður um að hafa eyðilagt blóðsýni sem tekið var úr honum á síðasta ári.

Alþjóða íþróttadómstóllinn leit málið mjög alvarlegum augum og í ljósi fyrra brots hans árið 2014 þótti fullt tilefni til að nýta refsirammann til fulls. Niðurstaðan er því átta ára keppnisbann. Ekki þykir ólíklegt að Sun muni áfrýja þessari niðurstöðu til svissneskra dómstóla, en Alþjóða íþróttadómstóllinn er með aðsetur í Lausanne í Sviss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Í gær

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Í gær

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við