fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Kanadamenn gleðjast yfir fréttum af nýjum konunglegum nágrönnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á Saanich skaganum í Kanada eru að sögn glaðir yfir fregnum af nýjum nágrönnum sem þeir munu fá fljótlega. Hermt er að Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan Markle, ætli að setjast þar að. Það mun væntanlega lífga upp á lífið á skaganum sem er þekktastur fyrir að vera aðsetur ellilífeyrisþega og að þar eru margir veitingastaðir sem sérhæfa sig í fiskréttum.

Hertogahjónin komu öllum í opna skjöldu í síðustu viku þegar þau tilkynntu að þau vildu láta af störfum sínum fyrir bresku konungshirðina, svona að mestu, og flytja vestur um haf. Ýmsir fjölmiðlar hafa síðan skýrt frá því að þau hyggist setjast að á Saanich sem er á Vancouver Island í Bresku Kólumbíu.

Staðsetningin er engin tilviljun því hjónin hafa oft sagt frá hversu mikils þau meta Kanada. Meghan bjó í sjö ár í Kanada og þekkir því landið vel. Það skemmir auðvitað ekki fyrir að Elísabet II Bretadrottning, amma Harry, er þjóðhöfðingi Kanada.

Hjónin voru í sex vikna fríi á Vancouver Island á síðasta ári og nú er Meghan snúin aftur að sögn erlendra fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“