fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Karl og kona sakfelld fyrir að nauðga vinkonu þeirra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn voru 26 ára kona og 31 árs karl fundin sek um nauðgun á vinkonu konunnar. Það var dómstóll í Hróarskeldu í Danmörku sem kvað dóminn upp. Maðurinn var dæmdur í 14 mánaða óskilorðsbundið fangelsi en ekki verður tekin ákvörðun um refsingu konunnar fyrr en geðrannsókn á henni er lokið.

Í umfjöllun Sjællandske Nyheder um málið kemur fram að fólkið hafi áður verið par og það hafi verið á þeim tíma sem þau nauðguðu konunni. Þau áttu sér þann draum að stunda kynlíf með konunni, að fara í trekant með henni, en hún hafði hafnað boði þeirra þar um.

En þau enduðu engu síður saman uppi í rúmi þar sem maðurinn nauðgaði vinkonunni. Unnustan var einnig með í rúminu og var hálfnakin.

Fyrir dómi kom fram að fórnarlambið hafi verið veik, þreytt og undir áhrifum þegar henni var nauðgað og hafi því ekki getað barist á móti.

Fyrir dómi gáfu hin dæmdu í skyn að konan hefði átt að segja nei þegar ofbeldið átti sér stað. Dæmda konan viðurkenndi fyrir dómi að eftir nauðgunina hefði hún komist að því að það sem vinkona hennar gekk í gegnum hefði ekki verið í lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks