fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Þennan mann myrti hryðjuverkamaðurinn í London á föstudag – Boris Johnson segir 74 hættulega hryðjuverkamenn á reynslulausn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag gekk Usman Khan, 28 ára gamall maður með pakistanskan uppruna, berserksgang á London Bridge með hnífi og særði fimm manns. Þar af eru tvö látin. Annað þeirra er hinn 25 ára gamli Jack Merritt. Hann útskrifaðist frá Cambridge háskóla og starfaði að endurhæfingu fanga og menntun þeirra. Kona sem ekki hefur verið nafngreind lét einnig lífið en hún var líka útskrifuð frá Cambridge.

Gagnrýnt hefur verið að Khan hafi gengið laus en hann hafði ekki afplánað dóm sem hann hlaut fyrir níu árum. Tók hann þátt í að undirbúa sprengjuárás á kauphöllina í London en það tókst að afstýra því hryðjuverki. Khan var á reynslulausn en hann var staddur í London til að taka þátt í ráðstefnu um endurhæfingu fanga.

Usman Khan

Boris Johnson, forsætisráðherra Englands, hefur í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar gagnrýnt að hryðjuverkamenn fái reynslulausn. Hefur hann hvatt til lagabreytinga sem tryggja að hryðjuverkamenn sitji af sér allan afplánunartímann. Johnson segist telja að 74 hryðjuverkamenn á reynslulausn gangi lausir á götum Englands. Sjá Metro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós