fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Anna í lífshættu með barnið sitt: „Aldur og skortur á greind verður ekki tekin sem gild afsökun“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 3. júlí 2017 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í augnablik sá Anna Sigrún Benediktsdóttir fyrir sér að lífinu með ungum tvíburum væri lokið. Sá sem hefði getað borið ábyrgð á því var ókunnugur maður; „ungur og vitlaus“ eins og hann lýsti sjálfum sér. Anna Sigrún greindi frá hættunni sem hún lenti í með barn sitt í pistli á Facebook sem hefur vakið mikla athygli enda skilaboðin mikilvæg.

Anna Sigrún segir:

„Óskar Þór svaf illa í nótt. Hann er að díla við endalausa eyrnabólgu og á erfitt með að sofa nema sitjandi. Ég ákvað því klukkan rétt fyrir 7 í morgun að fara smá rúnt með hann, reyna að leyfa honum að hvílast aðeins. Setti róandi tónlist á, hækkaði hitann í bílnum og setti stefnuna á að keyra á Eskifjörð og til baka enda sofnar hann yfirleitt um leið og við keyrum út úr bænum.

Við erum rétt komin fram hjá Alcoa afleggjaranum þegar ég sé bíl koma á móti á ofsahraða og bílstjórinn missir stjórn. Bíllinn svigar á milli akreina og nálgast okkur svo hratt á okkar vegarhelmingi að ég gat ekki einu sinni ímyndað mér annan endi á þessu en hræðilegan.“

Anna hægði á bílnum og á sama tíma velti hún fyrir sér hvort hún ætti að fara yfir á öfugan vegarhelming og treysta að bílstjórinn á hinum bílnum myndi ekki gera slíkt hið sama. Þá velti hún jafnvel fyrir sér að keyra út af. Segir Anna Sigrún að erfiðara hafi reynst að taka ákvörðun þar sem hún var með barn sitt í bílnum.

„Það hafa ekki verið meira en tveir metrar á milli bílanna þegar hinn keyrir sjálfur út af,“ bætir Anna Sigrún við og segir að mildi hafi verið að hann hafi ekki velt bílnum. Um fjórum mínútum síðar skjögrar bílstjórinn upp á veg, heill á húfi.

„Skjögrar já, enda blindhaugafullur. Ég hefði ekki verið ábyrg gjörða minna ef Óskar hefði ekki verið í aftursætinu og getað horft á. Sem betur fer kom þarna að annar góður maður sem beið með okkur eftir lögreglunni. Bílstjórinn bar fyrir sig þeirri ástæðu að vera ungur og vitlaus. Ungur og vitlaus, já,“ segir Anna Sigrún sem var í áfalli og geðshræringu langt fram eftir degi. Skilaboð Önnu að lokum eru mikilvæg:

„Kæra fólk. Ekki drekka og keyra. Aldur og skortur á greind verður ekki tekin sem gild afsökun þegar þú (svo ungur og vitlaus sko) hræðir, meiðir, slasar eða jafnvel drepur sjálfan þig og aðra. Lítið barn með eyrnabólgu sem langaði bara að sofa smá. Gerið það. Bara plís.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm