Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi
360.954 kr. á mánuði
Það gustaði um Salmann Tamimi, formann og einn stofnenda Félags múslima á Íslandi, á síðasta ári. Salmann var þá í fararbroddi þeirra sem gerðu hallarbyltingu í félaginu og steyptu sitjandi formanni, Sverri Agnarssyni, af stóli.
Sverrir var lítt sáttur og sakaði Salmann um að hafa dreift um sig rógi og ósannindum. En fleira dreif á daga Salmanns, meðal annars hugðist hann taka sæti á framboðslista Dögunar fyrir síðustu alþingiskosningar.
Það var Sturla nokkur Jónsson ekki sáttur við en Sturla hafði einnig hugsað sér að taka sæti á lista flokksins. Það vildi hann hins vegar ekki gera ef Salmann færi fram þar eð skoðanir þeirra færu ekki saman.
Fór svo að Salmann var ekki að finna á listum Dögunar.