fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Gustar um trúarleiðtoga

Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júlí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.

Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi
360.954 kr. á mánuði

Það gustaði um Salmann Tamimi, formann og einn stofnenda Félags múslima á Íslandi, á síðasta ári. Salmann var þá í fararbroddi þeirra sem gerðu hallarbyltingu í félaginu og steyptu sitjandi formanni, Sverri Agnarssyni, af stóli.

Sverrir var lítt sáttur og sakaði Salmann um að hafa dreift um sig rógi og ósannindum. En fleira dreif á daga Salmanns, meðal annars hugðist hann taka sæti á framboðslista Dögunar fyrir síðustu alþingiskosningar.

Það var Sturla nokkur Jónsson ekki sáttur við en Sturla hafði einnig hugsað sér að taka sæti á lista flokksins. Það vildi hann hins vegar ekki gera ef Salmann færi fram þar eð skoðanir þeirra færu ekki saman.

Fór svo að Salmann var ekki að finna á listum Dögunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm