Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Kosts
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Kosts
983.370 kr. á mánuði
Jón Gerald Sullenberger, stórkaupmaður og framkvæmdastjóri Kosts, hefur selt Íslendingum ameríska pakkavöru í magnkaupum síðastliðin ár. Komi fólk í verslun Kosts er hending ef Jón sjálfur er þar ekki á sloppnum, raðandi í hillur og staflandi í kæla.
Jón hefur síðan hann opnaði verslun sína í Kópavogi árið 2009 gefið Íslendingum nokkurs konar forsmekk að því sem nú er orðið, þar eð bróðurparturinn af vörum hans kemur frá Costco í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það er Jón hvergi banginn og tekur komu Costco fagnandi.