fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Hræðileg örlög þeirra sem voru í bílnum – Ein stærsta morðrannsókn í sögu Bretlands

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Bretlandseyjum stendur frammi fyrir einni stærstu morðrannsókn í sögu landsins eftir að 39 fundust látnir í flutningabíl í Essex í morgun. Bílstjórinn, 25 ára Norður-Íri, hefur verið handtekinn vegna gruns um manndráp.

Mikið er fjallað um málið í breskum fjölmiðlum í dag. Ekki hefur verið greint frá þjóðerni þeirra sem létust en allt bendir til þess að um hafi verið að ræða flóttamenn í leit að betra lífi. Allir sem létust voru fullorðnir fyrir utan einn einstakling sem var á unglingsaldri.

Talið er að bifreiðin, sem er af gerðinni Scania, hafi komið til Englands frá hafnarbænum Holyhead í Wales um liðna helgi. Rannsókn lögreglu nú beinist að því að kortleggja ferðir flutningabílsins síðustu daga. Ferjur frá Írlandi koma gjarnan við í Holyhead og þykir ekki loku fyrir það skotið að flutningabíllinn, sem er skráður í Búlgaríu, hafi farið í ferju frá Frakklandi til Írlands, þaðan til Wales og loks til Englands.

Landamæravarsla hefur verið hert talsvert á svæðum við Ermarsundsgöngin og telur lögregla að þeir sem stunda smygl á fólki telji það hættuminna að fara Írlandsleiðina svokölluðu – eins og umræddur flutningabíll fór mögulega. Þetta er löng leið sem getur tekið langan tíma.

Í fréttum breskra fjölmiðla kemur fram að kælir sé í gámnum en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið í gangi. Talið er að fólkið hafi verið í gámnum í að minnsta kosti fjóra daga. Bent hefur verið á það að ekkert klósett hafi verið í gámnum og loftgæði fljótt orðið lítil sem engin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós