fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Guardian afhjúpar bílaframleiðendur

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 19:00

Nú má ekki selja Rolls-Royce til Rússlands lengur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiat Chrysler, Ford, Daimler, BMW, Toyota og General Motors eru meðal þeirra bílaframleiðenda sem hafa haft sig hvað mest í frammi við að fresta eða koma í veg fyrir breytingar sem hafa það að marki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein breska blaðsins Guardian, en blaðið birtir þessa dagana greinaflokk um loftslagsbreytingar og þau fyrirtæki og stofnanir sem helst bera ábyrgð á þeim.

Í dag beinir Guardian sjónum sínum að bílaframleiðendum. Í greininni er bent á að þó bílaframleiðendur hafi, á yfirborðinu að minnsta kosti, talað fyrir aðgerðum í þágu loftslagsins, til dæmis með aukinni rafbílavæðingu, hafi þau barist gegn þeim á bak við tjöldin.

Þannig hafi þau dælt milljónum dala í lobbíisma gegn laga- og reglugerðarbreytingum sem hafa það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Guardian óskaði eftir afstöðu þeirra bílaframleiðenda sem nefndir eru hér að ofan. Flest sögðust skuldbundin því að draga úr losun skaðlegra lofttegunda en taka þyrfti mið af markaðaaðstæðum, vilja neytenda og þróunar nýrrar tækni.

Hér má lesa nýjustu fréttaskýringu Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið