fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Merkileg uppgötvun: Hugsanlegt líf á plánetu í órafjarlægð – Vatn og fullkomið hitastig

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa komið auga á plánetu í órafjarlægð frá jörðinni þar sem aðstæður þykja réttar til að líf geti þrifist. Plánetan er í stjörnumerkinu Ljóninu í 110 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Ljónið er áberandi á himninum yfir Íslandi á vorin, að því er segir á Stjörnufræðivefnum.

Niðurstöður vísindamannanna birtust í tímaritinu Nature Astronomy en í þeim kemur fram að vatnsgufur hafi fundist í lofthjúpi plánetunnar. Þá telja vísindamenn að hitastig á plánetunni henti vel fyrir líf þar sem hvorki er of heitt eða of kalt þar. Umrædd pláneta er eina fjarplánetan sem fundist hefur þar sem aðstæður eru svona.

Það voru vísindamenn við University College London sem gerðu þessa uppgötvun. Angelos Tsiaras, sá sem fór fyrir rannsókninni, sagði á blaðamannafundi í gær að óvíst sé hvort líf sé að finna á plánetunni. Þó þarna sé að finna vatn og rétt hitastig sé plánetan mjög frábrugðin jörðinni og aðstæður þar allt aðrar en á jörðinni.

„Eina spurningin sem við veltum fyrir okkur er hvort byggilegt sé á plánetunni fyrir lífverur,“ segir Tsiaras.

Annar hópur vísindamanna hefur einnig rannsakað umrædda plánetu og kynnti hópurinn niðurstöður sínar á þriðjudag. Um er að ræða hóp kanadískra vísindamanna en niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Astronomical Journal. Kanadísku vísindamennirnir ganga ef til vill örlítið lengra en kollegar sínar og segja að hugsanlega rigni þar.

Umrædd pláneta fannst fyrst árið 2015 og gengur hún undir nafninu K2-18b meðal stjörnufræðinga. Plánetan er tvisvar sinnum stærri en jörðin en með átta sinnum meiri massa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Í gær

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Í gær

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við