fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Dularfullur þjófnaður af hafsbotni: Aðeins sundurtættir vírar mættu köfurum

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 6. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjuleg sjón mætti köfurum undan ströndum Þýskalands á dögunum. Kafararnir voru sendir niður á hafsbotn vegna bilunar í athugunarstöð sem Helmholtz-miðstöðin í sjávarlífsrannsóknum kom fyrir á botni sjávar árið 2016. Ekki var um neina smá athugunarstöð að ræða, hún er 770 kíló og nokkuð fyrirferðarmikil.

Athugunarstöðin hætti skyndilega að senda gögn þann 21. ágúst síðastliðinn. Menn töldu að bilun hefði komið upp. Það sem mætti þó köfurunum var ekkert nema sundurtættir vírar. Búið var að fjarlægja athugunarstöðina og er ljóst að um mikið tjón er að ræða. Athugunarstöð af þessu tagi kostar um 40 milljónir króna.

Í frétt BBC kemur fram að hlutverk athugunarstöðvarinnar hafi verið að rannsaka ýmislegt er við kemur sjónum; saltmagn, súrefni, þörunga og metangas svo eitthvað sé nefnt. Hermann Bange, yfirmaður Helmholtz-miðstöðvarinnar, segir að gögnin sem stöðin hafi safnað séu ómetanleg.

Óvíst er hver fjarlægði athugunarstöðina og þá í hvaða tilgangi en ljóst er að um þaulskipulagðan verknað var að ræða. Athugunarstöðin er tæpa tvo kílómetra frá landi og á rúmlega tuttugu metra dýpi. Þá er hún býsna þung eins og að framan greinir. Sérfræðingar telja nær engar líkur á að sjávardýr hafi nagað rafmagnskaplana í sundur og athugunarstöðin skolast í burtu með hafstraumum. Telja þeir líklegt að einhverjir óprúttnir aðilar hafi hreinlega stolið henni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?