fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Íslenskir tónlistarmenn minnast Gulla Falk: „Ég á heila plötu af demóum sem við gerðum saman, vona að einn daginn klárum við hana“

Guðlaugur Auðunn Falk er fallinn frá eftir baráttu við krabbamein

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 30. júní 2017 09:45

Guðlaugur Auðunn Falk er fallinn frá eftir baráttu við krabbamein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gítarleikarinn Guðlaugur Auðunn Falk, eða Gulli Falk, gítarleikari hljómsveitanna Dark Harvest og Audio Nation, er fallinn frá. Hann greindist með illkynja krabbamein í kviði og fæti í fyrra. Margir íslenskir tónlistarmenn minnast hans á Facebook en Gulli var bæði þekktur gítarleikari og lagahöfundur, og spilaði og skrifaði fyrir marga þekkta tónlistarmenn.

Sonur Gulla, Árni Hrafn Falk, stofnaði í fyrra Facebook síðuna „Styrktarsíða fyrir Gulla Falk vegna veikinda hans“, líkt og DV greindi frá. Síðastliðinn maí var greint frá því þar að Gulli hafi barist af krafti og sál við krabbameinið. „Heilsunni hrakað en aldrei kvartar naglinn yfir neinu og vill bara hafa gítar við hönd þá er hann sáttur,“ segir í færslunni.

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson er einn þeirra sem minnist Gulla á Facebook. „Guðlaugur Falk er allur eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það er mikill sjónarsviptir af þessum litríka og hæfileikaríka rokkgítarleikara. Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð,“ skrifar Jón.

Söngkonan Regína Ósk segir að Gulli hafi reynst henni vel þegar hún var ung og óreynd: „Hvíl í friði Guðlaugur Falk. Árið 1998 söng ég tvö lög fyrir hann inná plötuna „Going to Paris“ þá 21. árs og hafði nú ekki mikið sungið í stúdíói. Hann var svo jákvæður og hvetjandi fyrir óreynda söngkonuna.“

Matthías Matthíasson tónlistarmaður segir sannari rokkara vandfundinn: „Takk fyrir mig elsku Gulli Falk Guðlaugur Falk … ég var svo stoltur að fá að spila fyrir þig á styrktartónleikunum þínum … stalst til að taka þessa mynd af Kramer – num þínum… þið voruð eitt 😉 … Ég á heila plötu af demóum sem við gerðum saman… vona að einn daginn klárum við hana 🙂 … hvíldu í friði elsku vinur, sannari rokkari er vandfundinn… Love. Matti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rick Davies söngvari Supertramp er látinn

Rick Davies söngvari Supertramp er látinn