fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Strætisvagnsstjóri læsti farþega inni í farangursgeymslu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 22:00

Wendy Helena Alberty. Mynd:Connecticut State Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Connecticut í Bandaríkjunum handtók á sunnudagskvöldið Wendy Helena Alberty eftir að farþegi hringdi í neyðarlínuna og sagði hana hafa læst sig inni í farangursgeymslu strætisvagns. Vagninn var á leið til Boston þegar akstur hans var stöðvaður.

Þegar akstur vagnsins var stöðvaður var karlmaður undir stýri. Hann var beðinn um að opna farangursrýmið þar sem kona reyndist vera. Hún sagði lögreglumönnum að Alberty hefði vísvitandi lokað hana inni í farangursrýminu þegar hún var að sækja farangur sinn. Alberty var enn í vagninum og var handtekin að sögn NBC News.

Málið verður tekið fyrir dóm síðar í mánuðinum. Alberty hefur verið vikið frá störfum hjá strætisvagnafyrirtækinu á meðan málið er til rannsóknar og meðferðar hjá dómstólum. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2012 og á flekklausan feril að baki og hefur að sögn stjórnenda margoft fengið lof frá viðskiptavinum fyrir hjálpsemi og öruggan akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm