fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Stóð og myndaði konuna og börnin sem voru í sjónum – Sá síðan svolítið – „Komið ykkur upp úr!“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 07:00

Loftmynd Dan. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heitum sumardegi í lok júní var Dan Watson, ljósmyndari og þriggja barna faðir, á New Smyrna ströndinni norðan við Orlando í Flórída í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni. Það var fullkomið baðveður og Dan hafði tekið nýja drónann sinn með til að taka myndir af fjölskyldunni á þessum góða degi.

Í samtali við FOX35 Orlando sagði hann að börnin hafi leikið sér í fjöruborðinu og það hafi verið frábært tilefni til að taka myndir af þeim úr lofti. Skömmu eftir að dróninn var kominn á loft sá Dan svartan skugga í vatninu og stefndi hann á börnin. Hann hljóp strax niður að fjöruborðinu og sagði eiginkonu sinni og börnum að koma strax upp úr.

„Komið ykkur upp úr, komið ykkur upp úr, komið ykkur í burtu!“

Hrópaði eiginkona hans, Sally Watson, síðan á börnin.

Dan birti síðan myndir á Instagram af þessu. Á einni þeirra sést hákarlinn stefna á fjölskylduna, á næstu sést fjölskyldan flýta sér upp úr sjónum en hákarlinn syndir frá þeim.

„Alltof nálægt fyrir minn smekk.“

Skrifaði Dan á Instagram.

„Þegar maður hugsar um hákarla þá hugsar maður að þeir séu í djúpum sjó. Manni dettur ekki í hug að þeir geti komið svona nálægt þegar maður stendur bara í sjó upp að hnjám. Það var hræðilegt að sjá hann koma svona nálægt börnunum mínum.“

Sagði Sally í samtali við News 13.

CBS Miami segir að fyrir rúmri viku hafi 18 ára brimbrettakappi verið bitinn í fótinn af hákarli á fyrrnefndri strönd.

https://www.instagram.com/p/BzGpqRLBdMZ/?utm_source=ig_embed

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru