fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Stefán Karl lýkur krabbameinsmeðferð: „Ég nenni ekki að liggja mikið lengur með tærnar upp í loft“

Auður Ösp
Mánudaginn 24. apríl 2017 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Karl Stefánsson hefur lokið öllum krabbameinsmeðferðum og einbeitir sér nú að því að koma sér á fætur á ný. Leikarinn ástsæli greinir frá þessum gleðifréttum á facebooksíðu sinni þar sem hamingjuóskum rignir yfir hann og fólk keppist við að senda honum hlýjar kveðjur.

Greint var frá því í september á síðasta ári að Stefán Karl hefði greinst með æxli í brishöfði, eða svokallað gallgangakrabbamein. Hann lagðist í kjölfarið á skurðarborðið og hefur undanfarna sex mánuði gengist undir krefjandi lyfja og geislameðferð.

Í umræddri færslu segir Stefán Karl að hann hafi tekið í hönd læknis í morgun sem staðfesti við hann að ferlinu væri nú loksins lokið.

„Þetta er búið að vera löng og ströng rúmlega sex mánaða meðferðar-hryna en nú tekur við að koma sér á fætur aftur. Geislarnir halda áfram að virka og hafa áhrif á mig í einhverja mánuði en ég get lofað ykkur því að ég verð kominn upp á fætur áður en langt um líður, ég nenni ekki að liggja mikið lengur með tærnar upp í loft,“

Stefán kveðst nú ætla að hefjast handa við að byggja sig upp eftir þetta áfall. Um leið þakkar hann öllum þeim sem sýnt hafa honum stuðning í gegnum þessa erfiðu lífsreynslu og eins og við er að búast er stutt í húmorinn:

„Takk fyrir allan stuðninginn og klappið á bakið, það er ómetanlegt þegar maður gengur í gegnum svona nokkuð og þó svo að ég sé ekki alveg staðinn 100% upp þá minni ég á að ég er alveg kaffitækur og á röltinu þrátt fyrir að vera svolítið slappur,“ ritar Stefán og bætir við: „Sjáumst svo hress á röltinu í sumarblíðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“