fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Ný rannsókn – Yngra reykingafólk fær blóðtappa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 18:00

Reykingar eru mjög hættulegar fyrir líkamlega og andlega heilsu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykingar stórauka hættuna á því að fá blóðtappa á unga aldri, þetta sýnir ný rannsókn. Þrír af hverjum fjórum Dönum, á aldrinum 30 til 50 ára, sem fá blóðtappa í hjartað reykja. Meðal kvenna, sem fá blóðtappa í hjartað í þessum aldurshópi, reykja átta af hverjum tíu. Þetta sýnir ný dönsk rannsókn, Politiken skýrir frá þessu.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það eru afar litlar líkur á því að fá blóðtappa í hjartað fyrir fimmtugt ef maður reykir ekki, segir Michael Mæng yfirlæknir á hjartadeild Sjúkrahússins í Árósum, en hann fór fyrir þeim hópi vísindamanna sem framkvæmdi rannsóknina.

Á ári hverju fá um það bil 1.000 Danir á aldrinum 30 til 50 ára blóðtappa í hjartað, í aldurshópnum 50-80 ára er talan öllu hærri eða um 9.000. Yfirlæknirinn giskar á að fjöldi þeirra sem fá blóðtappa myndi lækka frá 1.000 niður í 250 á ári ef enginn reykti. Það eru eiturefni í tóbaksreyknum sem fara út í blóðið og safnast hægt og rólega innan á æðaveggina með þeim afleiðingum að æðarnar þrengjast og blóðtappar geta myndast. Einnig hefur tóbak þær afleiðingar að blóðið þykknar, sem einnig eykur líkurnar á blóðtappa.

Niðurstöðurnar koma Charlotta Pisinger, prófessor í tóbakforvörnum ekki á óvart, þær séu í samræmi við rannsóknir í öðrum löndum. Hú  vonast til að niðurstöðurnar muni vekja ungt reykingafólk til umhugsunar, hún vonast til að þetta muni hvetja reykingafólk til að taka sig saman í andlitinu og hætta strax að reykja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn