fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Óhugnanleg þróun í Noregi: Sífellt fleiri panta fíkniefni af netinu – Börn engin undantekning

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 21. maí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viðtakendur eru einstaklingar á öllum aldri; ungar konur og karlar og jafnvel börn,“ segir Øystein Børmer, yfirmaður hjá miðstöð tollsins í Lørenskog í Noregi. Póstsendingar frá útlöndum eiga allar viðkomu í Lørenskog áður en þeim er dreift til viðtakenda í Noregi.

Það er þó eitt sem veldur talsverðum áhyggjum hjá tollyfirvöldum, en það eru póstsendingar sem innihalda fíkniefni, stundum í neyslustærðum en stundum í mun stærri skömmtum. Mörg dæmi eru um að börn, stundum allt niður í 13-14 ára, panti fíkniefni á netinu og fái þau svo send heim til sín.

„Það eru engin aldurstakmörk hjá þeim sem selja þessi lyf á netinu,“ segir Øystein í samtali við norska ríkisútvarpið, NRK, sem fjallaði um málið á dögunum.

Norski tollurinn stöðvaði alls tólf þúsund sendingar á síðasta ári sem innihéldu ólögleg lyf. Þetta er sex prósenta aukning frá árinu 2017. Í frétt NRK segir einnig að tollverðir hafi áhyggjur af þeirri þróun að framleiðendur fíkniefna virðast í auknum mæli farnir að dulbúa lyfin, til dæmis sem sælgæti.

„Þegar foreldrar sjá fyrir sér fíkniefni sjá þeir oftar en ekki hvítt duft, töflur eða eitthvað sem er pakkað inn í álpappír,“ segir Øystein og bætir við að dæmi séu um að sælgæti, til dæmis gúmmíbangsar, hafi innihaldið hættuleg fíkniefni. Þá eru mýmörg dæmi þess að ofskynjunarlyfinu LSD sé komið fyrir á frímerkjum. „Það er stundum erfitt að sjá þetta, sérstaklega fyrir óþjálfað augað,“ segir hann.

Øystein segist hvetja foreldra til að fylgjast með póstsendingum sem börn þeirra fá. Ekki nóg með að það sé ólöglegt og varði við lög að flytja inn fíkniefni þá geti líf ungmenna hreinlega verið í hættu. „Þú hefur ekki hugmynd um hvað er í sendingunni. Þetta getur verið eitthvað allt annað lyf en þú pantaðir eða miklu sterkara lyf en þú taldir,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós