fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Leituðu Valsmenn til verri leikmanns? – ,,Því miður, þetta er Gary Martin fátæka mannsins“

433
Föstudaginn 17. maí 2019 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

4. umferð Pepsi Max-deildarinnar lauk í gær, Valur vann góðan sigur á Fylki og Grindavík hafði betur gegn KR. HK lagði ÍBV og Stjarnan vann góðan sigur á Víkingi.

Blikar gerðu góða ferð á Akureyri og vann KA, þá tapaði FH á barnalegan hátt gegn ÍA.

Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins gerir upp umferðina með okkur.

Gary Martin, framherji Vals, kom að sjálfsögðu við sögu í þætti dagsins en hann hefur verið á allra vörum undanfarið.

Gary var ekki í leikmannahóp Vals í gær er liðið vann 1-0 sigur á Fylki á Wurth vellinum.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, ræddi þá ákvörðun að nota Kristinn Inga Halldórsson í fremstu víglínu frekar en Gary.

,,Fyrir mitt leyti þá ætla ég að segja það að rök Óla Jó fyrir því að losa Gary Martin voru að leikstíllinn hentar honum ekki,“ sagði Hörður.

,,Ef Gary Martin hentar ekki leikstíl þá er mjög vont að fara að sækja B útgáfu af Gary Martin og fá Kristinn Inga þarna inn. Þeir eru basically sami leikmaðurinn.“

,,Því miður, þetta er Gary Martin fátæka mannsins. Hann hleypur í svæði, er snöggur, duglegur en ekki góður í fótbolta ef við setjum það á milli gæsalappa.“

,,Að taka á móti bolta, halda bolta þetta eru eins leikmenn í mínum bókum.“

Bjarni tekur undir með Herði en segir það vera auðveldara að hafa stjórn á Kristni enda á hann í góðu sambandi við Óla Jó.

,,Það er svosem alveg góð pæling. Óli getur auðvitað stjórna honum svolítið með fjarstýringu en það gengur ekki með Gary Martin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“