fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Leituðu Valsmenn til verri leikmanns? – ,,Því miður, þetta er Gary Martin fátæka mannsins“

433
Föstudaginn 17. maí 2019 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

4. umferð Pepsi Max-deildarinnar lauk í gær, Valur vann góðan sigur á Fylki og Grindavík hafði betur gegn KR. HK lagði ÍBV og Stjarnan vann góðan sigur á Víkingi.

Blikar gerðu góða ferð á Akureyri og vann KA, þá tapaði FH á barnalegan hátt gegn ÍA.

Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins gerir upp umferðina með okkur.

Gary Martin, framherji Vals, kom að sjálfsögðu við sögu í þætti dagsins en hann hefur verið á allra vörum undanfarið.

Gary var ekki í leikmannahóp Vals í gær er liðið vann 1-0 sigur á Fylki á Wurth vellinum.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, ræddi þá ákvörðun að nota Kristinn Inga Halldórsson í fremstu víglínu frekar en Gary.

,,Fyrir mitt leyti þá ætla ég að segja það að rök Óla Jó fyrir því að losa Gary Martin voru að leikstíllinn hentar honum ekki,“ sagði Hörður.

,,Ef Gary Martin hentar ekki leikstíl þá er mjög vont að fara að sækja B útgáfu af Gary Martin og fá Kristinn Inga þarna inn. Þeir eru basically sami leikmaðurinn.“

,,Því miður, þetta er Gary Martin fátæka mannsins. Hann hleypur í svæði, er snöggur, duglegur en ekki góður í fótbolta ef við setjum það á milli gæsalappa.“

,,Að taka á móti bolta, halda bolta þetta eru eins leikmenn í mínum bókum.“

Bjarni tekur undir með Herði en segir það vera auðveldara að hafa stjórn á Kristni enda á hann í góðu sambandi við Óla Jó.

,,Það er svosem alveg góð pæling. Óli getur auðvitað stjórna honum svolítið með fjarstýringu en það gengur ekki með Gary Martin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“