fbpx
Laugardagur 25.október 2025

5 sem afsökuðu sig með áfengi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. maí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er að allir stjórnmálamenn eigi eitt meðferðarspjald. Það er að þeir geti afsakað brot eða axarskaft með áfengisneyslu. Þeir sem lenda í þessari aðstöðu viðurkenna yfirleitt dómgreindarbrest, EN þeir hafi nú verið fullir og eigi þar af leiðandi við vandamál að stríða. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, snýr nú aftur eftir áfengismeðferð hjá SÁÁ. Var það eftir að blaðakonan Bára Huld Beck, hjá Kjarnanum, greindi frá kynferðislegri áreitni Ágústs. Siðanefnd Samfylkingarinnar áminnti Ágúst í kjölfarið. Hér eru 5 stjórnmálamenn sem notuðu áfengisneyslu sem afsökun.

Björgvin G. Sigurðsson

Viðskiptaráðherrann fyrrverandi lét af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps árið 2015 eftir að hann nýtti greiðslukort sveitarfélagsins til persónulegra nota. Neitaði Björgvin að um ásetningsbrot væri að ræða en sagðist hafa gerst sekur um dómgreindarbrest. Mætti rekja það til áfengisneyslu og ætlaði hann því í meðferð.

Eyþór Arnalds

Árið 2006 keyrði Eyþór Arnalds, núverandi borgarfulltrúi, ölvaður á ljósastaur við Kleppsveg og flúði af vettvangi. Var það í kjölfar sveitarstjórnarkosninga og Eyþór var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Í kjölfarið dró hann sig úr kosningabaráttunni og fór í meðferð.

Gunnar Bragi Sveinsson

Utanríkisráðherrann fyrrverandi var sá sem talaði hvað hæst og digurbarkalegast á Klaustri bar í nóvember síðastliðnum. Viðurkenndi hann til að mynda að hafa skipað Geir H. Haarde sem sendiherra til að eiga greiða inni hjá Sjálfstæðismönnum. Í viðtali hjá Hringbraut sagðist Gunnar hafa farið í algjört „blackout“ og hefði ekkert munað eftir kvöldinu.

Bergþór Ólason

Klausturbróðir Gunnars, Bergþór Ólason, var hvað orðljótastur á Klaustri. Um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sagði hann: „Þarna loksins kom skrokkur sem typpið á mér dugði í.“ Bergþór lét ekki ná í sig lengi eftir uppákomuna en sneri síðan til baka og sagðist hafa átt viðtöl við áfengisráðgjafa. Hann ætlaði þó ekki í meðferð til að haka í einhver box.

Sigurður Kári Kristjánsson

Sigurður Kári var nýkjörinn á þing, árið 2003, þegar upp komast að hann hefði misst bílprófið vegna ölvunaraksturs. Sigurður sagðist hins vegar hafa sest of snemma undir stýri, daginn eftir drykkju. Hann er nú meðeigandi lögmannsstofunnar sem rekur mál Klausturbræðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“