fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Unnar Þór gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar – „Þú handtekur ekki barn í meðferð“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. apríl 2019 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnar Þór Sæmundsson er 28 ára gamall og fyrir nokkrum árum var honum ekki hugað líf eftir langvarandi neyslu fíkniefna. Afbrot, ofbeldi, neysla og sjálfsvígstilraunir voru daglegt líf Unnars Þórs, en fyrir þremur árum ákvað hann loksins að takast á við sjálfan sig. Hann fagnar bættu og betra lífi í dag, edrúmennsku og bættum samskiptum við sína nánustu og vill breyta meðferðar- og geðheilbrigðismálum til betri vegar svo enginn þurfi að feta sömu braut og hann gerði í áratug.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Dópaður daglega í Perú

Eftir grunnskóla tók við ár sem Unnar var skiptinemi í Perú, þar hélt neyslan áfram, fyrstu skref mikillar neyslu eins og hann segir sjálfur. „Fíkniefni voru ódýr þarna úti og það þekkti mig enginn nógu vel til að sjá að ég var alltaf dópaður. Ég var í mikilli neyslu og auðvelt fyrir mig að komast upp með það þarna hinum megin á hnettinum. Það var ekki eins og mamma gæti horft í augun á mér eða hringt í mig í tíma og ótíma.“

Þegar skiptinemaárinu lauk tók raunveruleikinn á Íslandi aftur við, Unnar byrjaði í námi við Menntaskólann á Laugarvatni og þurfti að finna önnur fíkniefni. „Það er ekki fræðilegur möguleiki að vera í kókaínneyslu á Íslandi nema eiga villu sem þú veðsetur,“ segir Unnar, sem hataði sjálfan sig á þessum tíma. Samhliða aukinni neyslu fór hann að stunda afbrot, bæði til að fjármagna fíknina og eins til að öðlast virðingu með því að hræða aðra. „Þegar ég var 18 ára gamall átti ákveðið atvik sér stað og ég flúði inn á Götusmiðjuna sem þá var, og á þeim tímapunkti var ég tilbúinn til að gefa meðferð séns. Eðlilega fann lögreglan mig, handtók mig í Götusmiðjunni og ég var látinn dúsa í fangageymslu á Selfossi. Ég legg ekki ábyrgð á lögregluna sem vinnur bara eftir ákveðnum verkferlum, en þarna var klárlega brotalöm í kerfinu. Þú handtekur ekki barn í meðferð. Ég lenti uppi á kant við kerfið og varð sífellt reiðari og það voru mín stærstu mistök að klára ekki meðferðina hjá Götusmiðjunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli