fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Ódýrari útgáfan af Ófærð tilnefnd til virtra verðlauna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 17:00

Ófært - ódýrari útgáfan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingastofan Brandenburg hefur hlotið tilnefningu til alþjóðlegu auglýsingaverðlaunanna The One Show fyrir nýlega herferð sem stofan vann fyrir Orkuna. The One Show eru meðal virtustu auglýsinga- og hönnunarverðlauna í heimi, en í fyrra bárust til að mynda yfir 20 þúsund innsendingar í keppnina. Meðal fyrirtækja sem unnið hafa til The One Show verðlauna eru Samsung, Nike, Coca-Cola, Apple, Adidas og Proctor & Gamble.

Herferð Brandenburgar nefnist Ófært — ódýrari útgáfan og er tilnefnd í flokki kvikmyndaðra auglýsinga með undir hundrað þúsund dollara í framleiðslukostnað. Auglýsingunum var leikstýrt af tónlistar- og kvikmyndagerðarmanninum Ágústi Bent og þær sýndar samhliða annarri seríu af Ófærð á RÚV í upphafi árs 2019.

Um er að ræða tilnefningu á svokölluðum skammlista (e. shortlist), en seinna í mánuðinum mun koma í ljós hvort herferðin hlýtur verðlaun eða viðurkenningu.

Hægt er að horfa á allar auglýsingarnar í seríunni með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“