fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Mál Sævars Ciesielski verður tekið upp að nýju

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 24. febrúar 2017 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurupptökunefnd hefur úrskurðað að taka beri upp mál Tryggva Rúnars Leifssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem og mál Sævars Ciesielski. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Synir Sævars staðfestu þetta við fréttastofu RÚV. Sævar var dæmdur í 17 ára fangelsi. Sævar Marinó Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn árið 2011, þá 56 ára gamall.

Sævar hlaut ævilangan fangelsisdóm vegna Geirfinnsmálsins, en Hæstiréttur mildaði dóm hans síðar og Sævar sat inni í níu ár af sautján ára dómi. Dómurinn var byggður á játningu sem Sævar sagði hafa verið knúna fram með miklu harðræði. Hann sat lengi í einangrun á meðan málið var rannsakað, eða alls 106 vikur í einangrunarvist.

Þegar hann var látinn laus úr fangelsi árið 1984 barðist hann fyrir því að málið yrði tekið upp aftur, en Sævar lýsti alltaf yfir sakleysi sínu og taldi að á sér hefði verið framið réttarmorð. Hann barðist fyrir endurupptöku málsins og árið 1993 og 2008 fór hann formlega fram á það, en því var hafnað.

Mál Tryggva tekið upp að nýju

Tryggvi Rúnar var dæmdur í þrettán ára fangelsi árið 1980 fyrir morðið á Guðmundi Einarssyni. Tryggvi Rúnar lést árið 2009.

Samkvæmt úrskurði endurupptökunefndar mun Hæstiréttur Íslands því fjalla að nýju um mál hans. Endurupptökunefnd mun birta úrskurði sína í málum Tryggva Rúnars og fimm annarra sakborninga klukkan 14:00 í dag.

Frekari frétta er að vænta í dag. Ekki hefur verið greint frá hvort mál Erlu Bolladóttur verður tekið fyrir að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“