fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Ingibjörg varð fyrir ofbeldi 19 ára: „Vondi karlinn á sér enga eina birtingarmynd“

Auður Ösp
Föstudaginn 27. janúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flestar vinkonur mínar, og þegar ég segi flestar á ég líklega við allar, hafa upplifað hlutgervingu, áreitni eða ofbeldi. Gripið í rass hér, smættun þar, nauðgun í heimahúsi, nauðgun á víðavang,“ ritar blaðakonan Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, í pistli sem birtist á vef Stundarinnar. Hún segir konum vera kennt strax í barnæsku að óttast mögulegt ofbeldi af hálfu karlmanna og þeim beri því að passa sig. Öryggisleysi og óttinn við „vonda karlinn“ sé þar af leiðandi stöðugt yfirvofandi.

Sameiginlegur reynsluheimur kvenna

Óöryggi kvenna í miðbæ Reykjavíkur hefur verið áberandi í umræðunni í kjölfar hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands að um 70-80 prósent kvenna teldu sig óöruggar einar á gangi í miðbænum að kvöldlagi. Á samfélagsmiðlum hafa konur og stúlkur deilt þeim ýmsum ráðstöfunum sem þeir grípa til til að auka öryggskennd sína, líkt og að ganga með lykla á milli fingranna eða þykjast verða að tala í síma á meðan þær eru einar á gangi.

„Þessi atburðir sem hafa átt sér stað í liðinni viku eru náttúrulega mjög skelfilegir og renna stoðum undir þessa mýtu sem hefur alltaf verið í gangi um ljóta karlinn sem bíður í myrkrinu og þar fram eftir götunum,“ sagði Björk Hólm Þorsteinsdóttir í samtali við útvarpsþáttinn Harmageddon en hún hefur undanfarið unnið að meistararitgerð í þjóðfræði um öryggistilfinningu kvenna í miðborginni. Þá bætti hún við: „Þetta er einhver sameiginlegur reynsluheimur kvenna virðist vera og þetta er í raun og veru. Það má rekja þetta aftur í þennan kynjahalla sem er í okkar þjóðfélagi og kynbundið ofbeldi sem konur verða frekar fyrir.“

„Getum ekki lifað í ótta“

Ingibjörg kveðst sjálf hafa verið 19 ára gömul þegar ógnin sem hafði verið innprentuð í huga hennar birtist henni ljóslifandi – og ekki í þeirri mynd sem hún hafði búist við.

„Ég hafði farið út að skemmta mér með vinkonu minni. Við urðum viðskila en ég fór með vini mínum í partý. Þegar hann gerði sig líklegan til þess að fara lét húsráðandi mig vita að mér væri velkomið að vera áfram. Eitthvað í fari hans gerði það að verkum að ég fann aftur fyrir þessum lamandi ótta og vissi að ég yrði að koma mér þaðan. Ég veit ekki hvað það var, en ég var hrædd um að hann myndi nauðga mér. Svo ég fór. Ég fór með vini mínum, sem gerði það.“

Þá spyr Ingibjörg jafnframt hvernig konur eigi að geta upplifað öryggi þegar þær geta ómögulega vitað í hvaða mynd „vondi karlinn“ muni birtast, þar sem það getur bæði verið náinn vinur eða ókunnugur maður. Þær lifa því í lamandi ótta, og munu ekki verða frjálsar fyrr en samfélagið sameinast gegn ofbeldi.

„Við getum ekki lifað í ótta. Við getum ekki fallist á að það sé ásættanlegur veruleiki kvenna að vera hræddar, hika eða hætta við, að þær þurfi að passa sig. Við verðum að endurheimta almannarýmið, geta gengið um götur úti, einar að næturlagi, tekið pláss, látið í okkur heyra, reikular, sterkar, allskonar, hvernig sem er. Enginn á að komast upp með að ræna okkur öryggistilfinningunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“