fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Ragga nagli – „Þú kastar inn handklæðinu í vonleysi og frústrasjón“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Janúar nýbúinn. Meistaramánuður tekinn við.
Nýársheitið var að tálga smjer. Syndaaflausn fyrir sukksvallið í desember
Lýsið leka af lærum. Skafa mör af malla.

Þú gúgglar. Leitar. Þú skrollar öpp. Þú skrumar vefsíður.
Instagrammið fullt af ráðleggingum.
Gúrúar predika um hættuleg matvæli.
Pistlar um besta mataræðið til að verða minni og mjórri.
Það er jú lykillinn að lífshamingjunni.

Skothelt mataræði.
Lágkolvetni. Af því ketósa.
Pissaðu á staut.

Hormónalausnin er líka sexý.
Eða blóðsykurskúrinn.

Nei annars blóðflokkurinn lumar á sannleiknum til fitusneyðingar.

Analýseraðu hárið. Greindu lithimnuna.
Skilaðu þvagsýni.

Eða kannski fasta í 17 tíma. Fasta í 16 tíma. Fasta í 15 tíma. Fasta í 2 daga.
Borða einu sinni á dag. Mikið í einu.
Eða borða oft og lítið í einu.

Plöntumiðaðir snæðingar líka í febrúar?
Edrúar?

Ekki sykur, hveiti, glútein, korn eða laktósa.
Af því candida… eða Canada? Eða Canderel?

Skepnurnar þurfa að valsa frjálsar. Villtar í grænu grasi. Hænurnar hamingjusamar.

Sjálfsþurftarbúskapur í eigin garði er bestur.
Fiskurinn veiddur úr tjörn með ferskvatni úr óspjölluðum fjallshlíðum.
Nei annars. Ekki borða neinar skepnur. Og engar afurðir tengdar þeim.
Alls ekki mjólk því hún veldur bólgum.
Þú mátt borða ávexti. En samt ekki banana. Alls ekki ananas né epli.
Af því kolvetni. Þau eru djöfullinn.
Bara borða ber. Ræktuð vistvænt. Moldin blessuð af páfanum.
Grænir spínatdrykkir hljóta náð. En bara ef spínatið er lífrænt.
Þú mátt líka svolgra kaffi. En bara ef það er skothelt. Stútfullt af smjöri… ef það er ekki uppselt.
Þá er það olían, en hún þarf að vera kaldpressuð og aðeins ef ólífurnar eru handtíndar af börnum í krabbamerkinu.

Niðurstaðan er að þú getur klofið atóm áður en þú veist hvað, hvenær eða hvort þú mátt borða.
Súrefni og vatn er öruggt val. En bara eimað vatn. Með PH gildi yfir sex.

Þú leggst í fósturstellinguna sjúgandi puttann af vanþurft. Sviptur lífsins gæðum.
Færð ekki að vera með í partýinu.
Þú hangir eins og litla stúlkan með eldspýturnar á rúðunni með baunaspírur meðan hinir borða kolvetni, ávexti, dauðar skepnur og svolgra rauðvín og mjólk.

Þú kastar inn handklæðinu í vonleysi, frústrasjón og hættir að fylgja reglunum. Ferð aftur í gamla farið.

Af því öfgar í aðra áttina geta bara gert eitt fyrir þig.
Ýtt þér í öfgarnar í hina áttina.

Og þú bíður eftir næsta janúar til að byrja upp á nýtt.
Syndaaflausn og Maríubænir.

Þar er víddin þar sem allar syndir ársins fara til að deyja.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því