fbpx
Laugardagur 25.október 2025

5 listaverk sem særðu blygðunarkennd Íslendinga

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 27. janúar 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fæstir áttu von á því að málverk Gunnlaugs Blöndal af berbrjósta konu gæti sært blygðunarkennd neins. Ekki frekar en Venus frá Míló eða Sistínska kapellan. Engu að síður raungerðist það í Seðlabankanum fyrir skemmstu. DV tók saman fimm önnur listaverk sem særðu blygðunarkennd Íslendinga.

Sjálfsfróun á Kjarvalsstöðum

Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson vakti furðu og hneykslun margra vegna sýningar sem hann tók þátt í á Kjarvalsstöðum árið 1998. Í einum salnum var sjónvarp þar sem mátti sjá Egil iðka sjálfsfróun og á einum vegg hékk stór mynd af kynfærum hans.

Berir hippar í Glaumbæ

Rokkóperan Hárið var sett upp í Glaumbæ árið 1971. Fullt var út úr dyrum öll kvöld og margir spenntir fyrir að sjá ungu leikarana kviknakta í einu atriðinu. Ríkisútvarpið veitti þessu „klámi“ enga umfjöllun og Freymóður Jóhannsson listmálari sagði sýninguna „afar óheppilega fyrir þjóðina.“

Ekki klámmynd

Veggfóður erótísk ástarsaga, kvikmynd Júlíusar Kemp frá árinu 1992, fannst mörgum Íslendingum ansi djörf enda eru þar naktir líkamar sýndir á lostafullan hátt. Þurfti Júlíus að koma fram í fjölmiðlum og útskýra að ekki væri um klámmynd að ræða.

Missti reisnina

Hafpulsan, stytta eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur, var afhjúpuð í Reykjavíkurtjörn í október síðastliðnum sem framlag til hundrað ára fullveldisafmælis Íslands. Tengdu margir verkið við reistan lim og urðu foj yfir því. Ekki var liðinn mánuður þar til skemmdarverk voru unnin á pulsunni og missti hún þar með reisn sína.

Grófur rapptexti

Hljómsveitin Tennurnar hans afa gerði garðinn frægan á níunda áratugnum og var brautryðjandi í íslensku rappi. Sumarið 1989 gerði lag þeirra La Barna allt vitlaust enda fjallaði það á ónærgætinn hátt um þungun. Eftir að það var spilað í útvarpi loguðu línurnar vegna reiðra innhringjenda sem kröfðust þess að lagið yrði bannað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu

Lést eftir að hafa orðið fyrir skoti í Árnessýslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“