fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Óttar geðlæknir styður Öldu Karen: Þetta gerir hún betur en heilbrigðiskerfið

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 19. janúar 2019 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Guðmundsson geðlæknir segir að þó boðskapur Öldu Karenar Hjaltaín, sem vakið hefur athygli fyrir fyrirlestra sína, sé barnalegur þá sé hann ekki hættulegur. Raunar nýti hún sér tækni sem heilbrigðisyfirvöld þekkja ekkert sérstaklega vel og það sé af hinu góða.

Þetta segir Óttar í bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Eitt umtalaðasta mál vikunnar var mál Öldu Karenar en allt hófst þetta með viðtali á Stöð 2 þar sem hún ræddi meðal annars sjálfsvíg. „Þetta er stærsti sjúkdómur sem skekur mannkynið og það er hugsunin „ég er ekki nóg“. Það er svo leiðinlegt að þetta er stærsti sjúkdómurinn af því að lausnin við þessu er svo einföld, það er bara setningin „þú ert nóg“.

„Hefði ýtt mér fram af brúninni“

Alda Karen var harðlega gagnrýnd í kjölfarið, meðal annars af einstaklingum sem glímt hafa við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Einn þeirra var Þórarinn Þórarinsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, sem sagðist hafa verið talaður ofan af því að svipta sig lífi með nokkrum orðum.

„Þau höfðu að vísu einhverja merkingu og tengingu við líðan mína og það sem ég var að hugsa. Þessi himinhrópandi heimska hefði ýtt mér fram af brúninni ef eitthvað er.“

Tekið skal fram að Alda dró í land í viðtali við Kastljós þar sem hún sagðist miðla öllum sem ættu við alvarleg vandamál að stríða til fagaðila, ásamt því að vera í samstarfi við Pieta-samtökin, sem berjast gegn sjálfsvígum.

Nýtir sér tækni sem heilbrigðiskerfið þekkir illa

Í bakþönkum sínum bendir Óttar á að sjálfsvíg séu eitt erfiðasta viðfangsefni geðlæknisfræðinnar.

„Árlega falla um 40 manns fyrir eigin hendi. Heilbrigðisyfirvöldum hefur ekki tekist að lækka þessar tölur þrátt fyrir öll sín geðlyf, fræðslu, fyrirbyggjandi aðgerðir og samtalsmeðferðir. Nú á dögunum kom fram ung kona með boðskap,“ segir Óttar og á þar við Öldu Karen.

„Hún kynnti nýgamla aðferð til að auka sjálfstraust og sjálfsþekkingu. Menn skyldu fara með einfalda möntru og jafnframt kynnast eigin styrkleikum. Mikill fjöldi fólks vildi hlusta á þessar kenningar. Hún leyfði sér að segja að þessar einföldu aðferðir gætu mögulega lækkað tíðni sjálfsvíga. Samfélagið fór á hliðina og konan var snarlega snúin niður með hávísindalegum rökum og hroka,“ segir Óttar sem segir að Alda Karen hafi nýtt sér nýja tækni sem heilbrigðiskerfið þekkir illa. Bendir hann á í grein sinni að ungt fólk er að stóru leyti hætt að lesa hefðbundinn texta en hlusti þeim mun meira á efni á netinu. Óttar segir að Alda Karen hafi nýtt sér þetta og hún kunni á hið talaða orð.

„Ungt fólk sem ekki les hlustar á hana. Boðskapurinn er kannski barnalegur en hann er aldrei hættulegur. Það getur ekki skaðað nokkurn mann að tuldra fyrir munni sér „ég er nóg“, nokkrum sinnum á dag. Það lýsir mikilli forræðishyggju að halda að fólk geti farið sér að voða með þessum kenningum. Kannski nær konan til einhvers í sjálfsvígshættu og hjálpar honum/henni að sjá ljós í myrkrinu. Þá er mikið unnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fréttir
Í gær

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér