fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Lögreglumaður skaut saklausan smáhund í höfuðið – Við vörum við efni myndbandsins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður í Arkansas í Bandaríkjunum hefur verið vikið úr starfi eftir birtingu myndbands sem sýnir hann skjóta hund í höfuðið.

Lögreglumaðurinn, Keenan Wallace, var leystur frá störfum eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann sést skjóta hundinn Reese í höfuðið. Wallace var í útkalli til að kanna kvartanir á samfélagsmiðlum um óðan hund.

Á myndbandinu má sjá Wallace ræða við íbúða svæðisins á meðan tveir smáhundar hlaupa um í kringum hann.  Aðstæður ágerast eftir að eigandi hundsins neitar að koma og ræða við lögreglumanninn því þegar Wallace gengur í átt til eigandans bregðast hundarnir við með gelti. „Ef hundurinn verður ógnandi þá skýt ég hann,“ segir lögreglumaðurinn og nokkrum sekúndum síðar gerir hann nákvæmlega það.

„Ég er að taka þig upp. Ég náði þér á upptöku að skjóta hundinn beint fyrir framan mig og stofna samtímis lífi mínu í hættu,“ heyrist eigandinn, Canady, segja. „Nei það gerði ég ekki. Skotið hæfði hundinn sem var nákvæmlega það sem var að miða á,“ svarar Wallace þá um hæl. Wallace heldur svo áfram að reyna að réttlæta skotið með því að vísa til þess að lögreglan væri að sinna útkalli um óðan hund í hverfinu. „Það eru margir hundar í þessu hverfi, fimm eða sex, þessi hundur hefur aldrei gert neinum neitt, spurðu bara nágrannanna,“ segir Canady, í miklu uppnámi.

Til allra lukku lifði hundurinn Reese af, með brotinn kjálka og byssukúlu í andlitinu. Hann er nú í umsjón dýralækna. Söfnun hefur verið komið af stað inn á GoFundMe til að fjármagna meðferð Reese, en hann virðist nú vera á batavegi, en ástandið var þó tvísýnt um tíma.

Fógeti umdæmisins harmar atvikið og segir í yfirlýsingu að Wallace hefði átt að leysa úr aðstæðunum með öðrum hætti enda hefði hann fengið fjölda tækifæra til þess. „Síðasta sólarhringinn hafa rannsóknarmenn sýslunnar, að minni beiðni, starfað ötult að því að leiða í ljós hvort Wallace lögreglumaður hafi brotið lög eða vinnureglur. Þó að við fyrstu sýn virðist sem engin lög hafi verið brotið þá set ég miklar kröfur á starfsmenn stofnunarinnar og mun áframsenda rannsóknina á skrifstofu saksóknara til frekari skoðunar,“ segir fógetinn í yfirlýsingu á Facebook.  „Starfsmenn embættisins harma þetta atvik og biðjast afsökunar á þeim þjáningum og vonbrigðum sem það hefur valdið öllum þeim sem þetta hörmulega atvik hafði áhrif á. Hugur okkar er hjá Reese í gegnum bataferlið.“

Við vörum við efni myndbandsins:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós