Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson úr Harmageddon varð fertugur í gær og fékk góða kveðju á Facebook frá samstarfsmanni sínum Frosta Logasyni. Það er greinilega afar hlýtt milli þeirra félaga sem hafa þekkst síðan þeir voru börn. „Ég fullyrði að betri og traustari vin er ekki hægt að eiga og þið hin getið í raun ekki ímyndað ykkur hversu vel hann reynist þeim sem standa honum næst. Máni er sigurvegari í öllum aðstæðum þar sem hann hefur hæfileika til þess að láta öllum líða eins og þeir séu alltaf í vinningsliðinu. Það eru forréttindi að fylgja þér Máni,“ segir Frosti.