Óhætt er að fullyrða að meirihluti þjóðarinnar hafi verið í hálfgerðu áfalli yfir sigri Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Skynugir menn höfðu þó sumir hverjir séð þennan möguleika fyrir og einn þeirra var Hrafn Jökulsson.
Hann hafði í heyranda hljóði lofað því að hann myndi éta grillaða tarantúlu ef Clinton hefði betur.
Bandaríska þjóðin kom í veg fyrir það en miðað við lífsgildi Hrafns þá er ekki ólíklegt að hann hefði glaður sporðrennt nokkrum áttfætlum til þess að forða heiminum frá Trump.