fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Háskólarektor tjáir sig um áreitnimálið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Sigrúnar Helgu Lund og Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessora við skólann. Sigrún Helga sagði starfi sínu lausu í dag vegna meintrar áralangrar áreitni Sigurðar og meints aðgerðaleysis háskólans í málinu. Sigrún greinir frá því að hún hafi kært Sigurð til siðanefndar háskólans sem hafi fundið hann sekan. Þó hafi háskólinn ekkert aðhafst í málinu mánuðum saman eftir að dómur féll. Sigrún sakar Sigurð meðal annars um andlegt ofbeldi og kynferðislega áreitni.

Sigurður svaraði ásökunum Sigrúnar í dag og segir þær rangar. Hann bendir jafnframt á að siðanefndin hafi aðeins fundið hann sekan um eitt ákæruatriði, brot á jafnræðisreglu, sem sé ekki alvarlegt. Sjá nánar hér.

Jón Atli Benediktsson háskólarektor

Í yfirlýsingu sinni bendir háskólarektor á að hann geti ekki fjallað efnislega um mál einstaklinga en staðhæfir að verkferlar háskólans í málum af þessu tagi séu vandaðir. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

 

Yfirlýsing rektors Háskóla Íslands í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um uppsögn prófessors.

 Háskóli Íslands leggur ríka áherslu á að til staðar séu úrræði fyrir starfsmenn og nemendur sem telja á sér brotið. Háskólinn starfrækir m.a. sérstaka siðanefnd, fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, og viðbragðsteymi vegna eineltis og annars ofbeldis.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að tiltekinn starfsmaður hafi lagt fram kæru vegna framkomu annars starfsmanns til siðanefndar Háskóla Íslands en niðurstaða nefndarinnar lá fyrir í júlí 2018. Samkvæmt starfsreglum siðanefndar Háskóla Íslands eru skriflegar niðurstöður siðanefndar afhentar málsaðilum og sendar rektor til vitundar og varðveislu. Í kjölfar hverrar niðurstöðu siðanefndar metur rektor hvort tilefni sé til frekari aðgerða af hálfu Háskólans.

Rektor getur ekki tjáð sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna eða ákvarðanir siðanefndar, sem eru trúnaðarmál. Rétt er að taka fram að Háskóli Íslands hefur, á undanförnum misserum, lagt áherslu á að bæta enn frekar ferla og úrræði til að bregðast við kvörtunum og tilkynningum um ofbeldi og áreitni af hvaða tagi sem er, enda verður slíkt aldrei liðið innan Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Í gær

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Í gær

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“