fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Voru með mínútu þögn fyrir fótboltaleiki til að minnast látins leikmanns – En málið var allt hið undarlegasta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 08:10

Leikmenn votta Fuente virðingu sína fyrir leik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi átti írska knattspyrnuliðið Ballybrack FC frá Dublin að spila gegn Arklow Town í Leinster Senior League. Á föstudaginn tilkynnti liðið stjórnendum deildarinnar að einn leikmanna þess, Spánverjinn Fernando Nuno La Fuente, hefði látist í mótorhjólaslysi á fimmtudagskvöldið þegar hann var á leið heim af æfingu. Leiknum var því frestað og einnar mínútu þögn var fyrir alla leiki í deildinni um helgina til að minnast Fuente. En ekki var allt sem sýndist.

Ballybrack FC fékk fjölda samúðarkveðja frá öðrum írskum knattspyrnuliðum og málið fékk á marga. En Fuente var alls ekki dáinn og hafði alls ekki lent í mótorhjólaslysi. Samkvæmt frétt Irish Times kom í ljós að Fuente var við hestaheilsu heima á Spáni og hafði Ballybrack FC einfaldlega tilkynnt um andlát hans til að sleppa við að spila um helgina. Fuente yfirgaf liðið fyrir mánuði síðan og fór til Spánar.

Stjórn Ballybrack FC hefur nú staðfest að krísufundur hafi verið haldinn hjá félaginu og að háttsetur stjórnarmaður hafi verið leystur frá störfum. Írska ríkisútvarpið segir að það sé ritari félagsins sem hafi verið látinn taka pokann sinn.

„Hann er á Spáni. Guði sé lof. Það er það eina góða í þessari sögu. Þessi ungi piltur lést ekki í mótorhjólaslysi á fimmtudaginn. Hann virðist hafa farið heim til Spánar fyrir fjórum eða fimm vikum.“

Sagði David Moran, stjórnarformaður Leinster Senior League. Stjórn deildarinnar hafði birt dánartilkynningu í dagblöðum áður en upp komst um málavexti.

Stjórn Ballybrack FC hefur beðið Fuente afsökunar sem og Arklow Town FC og alla þá sem höfðu samband við félagið til að votta samúð sína.

Stjórn deildarinnar fundar í dag til að taka ákvörðun um hvernig verður brugðist við málinu og hvernig eigi að refsa Ballybrack FC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi byggt flókið net neðanjarðarbyrgja

Heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi byggt flókið net neðanjarðarbyrgja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk vinabeiðni á Facebook eftir ferðalag til Egyptalands sem kollsteypti lífi hennar – „Ég fórnaði öllu – heimili mínu, börnum, fjölskyldunni“

Fékk vinabeiðni á Facebook eftir ferðalag til Egyptalands sem kollsteypti lífi hennar – „Ég fórnaði öllu – heimili mínu, börnum, fjölskyldunni“