fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Varpa sprengju inn í rannsóknina á morðinu á Olof Palme – Ný bók byggð á rannsóknum Stieg Larsson kemur út í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. nóvember 2018 06:32

Forsíða bókarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Stieg Larsson varð bráðkvaddur árið 2004. Hann hafði þá lokið við að skrifa þrjár bækur í bókaröðinni um Lisbeth Salander en þær fóru sannkallaða sigurför um heiminn. Larsson var ekki bara afkastamikill rithöfundur því hann var einnig afkastamikill rannsóknarblaðamaður og sérhæfði hann sig í rannsóknum á hægri öfgamönnum í Svíþjóð. Í dag kemur út ný bók „Stieg Larssons Arkiv – Nycklen til Palmemordet“ (Stieg Larsson skjalasafnið – Lykillinn að Palmemorðinu) þar sem nýju ljósi er varpað á morðið á Olof Palme.

Palme var skotinn til bana 1986 og er málið enn óleyst þrátt fyrir áratugalangar rannsóknir sænsku lögreglunnar. Í bókinni er bent á nýjan mann sem hugsanlega gæti hafa myrt Palme. Lögreglan hefur fengið þessar upplýsingar frá bókarhöfundi og er nú að rannsaka þær.

Það er Jan Stocklassa sem skrifaði bókina en hún hefur verið átta ár í smíðum. Hún kemur út í 50 löndum. Bókin er byggð á rannsóknum Larsson en hann vann ötullega að rannsókn á morði Palme allt fram á síðustu stundu. Stocklassa fékk aðgang að gríðarlega umfangsmiklu skjalasafni Larsson um sænska hægriöfgamenn. Skjalasafnið er geymt á leynilegum stað sem aðeins örfáir vita um enda viðkvæmar upplýsingar í því sem hægriöfgamenn myndu gefa mikið fyrir að komast yfir og geta eytt.

Þegar rannsóknir Larsson stóðu sem hæst hafði internetið ekki náð þeirri útbreiðslu sem það hefur í dag og því voru rannsóknirnar tímafrekar. Larsson laumaði sér meðal annars í raðir hægriöfgamanna og sótti fundi þeirra, hann fylgdist með pósthólfum til að komast að hverjir voru með þau á leigu og nýtti sér heimildamenn innan raða öfgamannanna.

Þegar Palme var myrtur var Olof Palme hataður af sænskum hægriöfgamönnum. Einn helstu hatursmanna hans var læknirinn Alf Eneström, sem er nú látinn, sem skrifaði bækur, greinar og birti auglýsingar sem beindust gegn Palme. Eftir morðið sagði hann í yfirheyrslu hjá lögreglunni að sá sem myrti Palme hefði gert guði og Svíþjóð greiða.

Annar áberandi hatursmaður Palme var ungur maður, sem kallaði sig Rickard (en heitir allt annað), sem starfaði fyrir Enerström í 15 til 18 ár. Samkvæmt því sem kemur fram í bók Stoklassa þá var Rickard líklegast á vettvangi þegar Palme var myrtur og var hugsanlega sá sem skaut Palme til bana. Einnig kemur fram að Enerström hafi haft mikil áhrif á Rickard og hafi hugsanlega einnig verð á vettvangi.

Þá vill svo til að Rickard er með áberandi vörtu hægra meginn yfir munninum en slík varta var einnig á teikningu (sem prýðir forsíðu bókarinnar) sem var gerð af morðingja Palme. Aftonbladet hefur eftir Rickard að hann geti ekki útskýrt þetta en hann þvertekur fyrir að hafa myrt Palme.

Við vinnslu bókarinnar rætti Stocklassa við fjölda manns, beitti hlerunum og leynilegum upptökum. Í samstarfi við bandaríska fréttakonu nýtti hann „aðdráttarafl konu“ til að afla upplýsinga frá Rickard sjálfum. Stocklassa segir að hann geti réttlætt vinnubrögð sín með því að málið „varði almannahagsmuni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm