fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Oft veltir lítil fluga . . . . – Eyðilagði heimsmetstilraun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 06:19

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pínulítil fluga gerði sér lítið fyrir á föstudaginn og eyðilagði heimsmetstilraun á örskotsstundu. Að öllum líkindum var þó ekki um ásetning að ræða af hálfu flugunnar.

Þetta gerðist í Nidda nærri Frankfurt í Þýskalandi. Þar stóð yfir hinn árlegi Dómínódagur. 22 manna þýskt lið var mætt til keppni meðal annarra. Markmið liðsins var að bæta eigið heimsmet frá 2013 og raða 596.229 litlum dómínókubbum upp og láta detta á endanum.

Þetta var mjög tímafrekt enda kubbarnir mjög litlir, á stærð við fingurnögl. Liðið hafði eytt tveimur vikum í að raða þeim upp þegar litla flugan mætti á svæðið og settist á einn kubbinn og velti honum og þar með voru dómínóáhrifin farin af stað. Liðið hafði þá ekki lokið við uppröðunina.

Ekki var tími til að raða kubbunum upp á nýjan leik og því stendur gamla heimsmetið enn en í því féllu 537.938 kubbar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi