fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Dularfullt hvarf 18 ára pilts – Sást hann í Kaupmannahöfn í síðustu viku?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 21:00

Holger. Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæplega níu mánuðum hvarf 18 ára piltur frá heimili sínu. Fjölskylda hans og lögreglan hafa leitað hans en án árangurs. Nú hafa lögreglunni borist nýjar upplýsingar um að hann hafi sést í Kaupmannahöfn í síðustu viku.

Holger hvarf frá heimili sínu í Árósum í Danmörku þann 26. október og síðan hefur fjölskylda hans ekkert heyrt frá honum. Lýst hefur verið eftir honum í dönskum fjölmiðlum og var sú auglýsing ítrekuð nýlega en á föstudaginn bárust lögreglunni upplýsingar um að Holger hefði sést í Kaupmannahöfn. Fólk sagðist hafa séð hann í Tívólí og á Strikinu.

Lögreglan hafði áður fengið upplýsingar um að hann hefði farið til Kaupmannahafnar og hefði í hyggju að fara til Svíþjóðar. En þrátt fyrir að danska og sænska lögreglan hafi leitað hans hefur hann ekki fundist og ekkert hefur heyrst frá honum síðan í október.

TV2 hefur eftir talsmanni lögreglunnar að foreldrar hans séu mjög áhyggjufullir. Lögreglan telur að hann hafi látið sig hverfa af fúsum og frjálsum vilja en leitar hans samt sem áður.

Hann er 178 sm hár með stutt ljóst hár. Þegar hann sást síðast var hann í ljósbrúnum jakka eða frakka og ljósbrúnum flauelsbuxum. Hann var með svefnpoka meðferðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari