fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Reyndi að stinga lögregluna af í miðborginni – Ók á gangstéttum og á bifreiðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 05:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 1 í nótt hugðust lögreglumenn stöðva akstur ökumanns á Sæbraut. Ökumaður þeirrar bifreiðar var hins vegar ekki á þeim buxunum að eiga samskipti við lögregluna og jók hraðann og reyndi að stinga lögregluna af. Hann ók víða um miðborgina og það ekki alltaf samkvæmt umferðarreglum.

Hann ók á móti umferð, á móti rauðu ljósi, braut stöðvunarskyldu við gatnamót, ók á gangstéttum og braut fleiri ákvæði umferðarlaga. Eftirförinni lauk við Öldugötu þar sem ökumaðurinn ók á bifreiðar. Bæði ökumaður og farþegi í bifreiðinni voru handteknir en þeir eru báðir grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar áður en hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“