fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Íhaldssamir bandarískir fjölmiðlar snúast gegn stefnu Trump í innflytjendamálum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 07:01

Úr flóttamannamiðstöð á vegum bandaríska innflytjendaeftirlitsins. Mynd:Bandaríska landamæralögreglan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Donald Trump hafa eiginlega verið tilbúnir til að styðja hann í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og fátt hefur haft áhrif á stuðning þeirra við forsetann. Trump hefur sjálfur stært sig af að hann geti staðið á götu úti í New York og skotið mann án þess að það hafi áhrif á stuðningsmenn hans. Nú er hins vegar spurning hvort Trump hafi gengið of langt með hörðum aðgerðum innflytjendaeftirlitsins gagnvart innflytjendum á landamærunum við Mexíkó þar sem börn eru tekin frá foreldrum sínum og geymd í sérstökum „geymslum“ við það sem margir kalla slæman aðbúnað. Yfirvöld telja aðbúnaðinn þó ágætan.

En kannski er eitthvað til í því sem Fox News segir: Forseti úr repúblikanaflokknum veit að hann er í vanda þegar hann missir stuðning íhaldsblaðsins The New York Post. Í leiðara blaðsins á sunnudaginn var forsetinn gagnrýndur harðlega fyrir nýja og harða stefnu í málefnum innflytjenda.

„Það er ekki aðeins að þetta líti skelfilega út í augum heimsins. Þette er hræðilegt. Að minnsta kosti 2.000 börn hafa verið rifin úr örmum foreldra sinna á sex vikum, nokkrum sinnum í bókstaflegri merkingu.“

Sagði leiðarahöfundur og bætti við:

„Skoðanakannanir voru farnar að benda til að repúblikanar muni kannski ekki tapa svo mörgum þingsætum í kosningunum í nóvember en það mun aftur fara í hina áttina ef þetta heldur áfram – og það með réttu.“

The Wall Street Journal, sem er í eigu Rupert Murdoch sem styður Trump, fylgdi í kjölfar The New York Post á mánudaginn með næstum jafn harðorðum leiðara.

„Eru repúblikanar að reyna að missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í nóvember? Við höldum það ekki en það er erfitt að horfa framhjá innri deilum flokksins um innflytjendamál sem eru að verða að kosningamartröð um börn sem eru tekin frá foreldrum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti