fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Rafn á von á óvæntu atviki á morgun: Lykilmaður Argentínu fær rautt snemma í fyrri hálfleik

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 15. júní 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að fara vinna þetta,“ sagði Rafn Haraldur Rafnsson, stuðningsmaður íslenska landsliðsins, þegar blaðamaður hitti hann í Moskvu í dag. Rafn var staddur í borginni ásamt félögum sínum en þeir eru á leið á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun. Rafn á von á því að óvænt atvik í fyrri hálfleik setji strik í reikninginn.

„Mascherano fær rautt snemma í fyrri hálfleik og eftir það opnast allt hjá Argentínumönnum. Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af leikmanni eins og Messi svaraði Rafn: „Við höfum alveg sýnt að við getum stoppað þessu bestu. Ég held að honum verði beint inn á miðjuna þar sem hann verður bara étinn. Eigum við ekki að leyfa þeim að hafa áhyggjur af okkur bara?“

Rafn segir að Ísland fari upp úr þessum riðli en síðan verðum við að sjá hver andstæðingurinn í 16-liða úrslitum verður. Rafn fór á Evrópumótið 2016 en svo vildi til að hann sá alla leikina sem Ísland vann ekki. „Ég ætti kannski að halda mig á hótelinu meðan leikurinn er,“ sagði Rafn léttur.

DV ræddi einnig við félaga Rafns, Trausta Ágúst Hermannsson, sem var hóflega bjartsýnn fyrir morgundaginn. „Við eigum eftir að gera þeim erfitt fyrir en sjáum hvernig fer.“

Viðtölin við þá félaga má sjá hér að neðan en í byrjun má sjá nokkra hressa Argentínumenn sem trufluðu viðtalið og vildu ólmir láta mynda sig með íslensku stuðningsmönnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl