fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Curiosity fann ummerki um lífrænar sameindir á Mars

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. júní 2018 07:23

Könnunarjeppinn Curiosity tók sjálfu af sér á yfirborði Mars. Mynd/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Curiosity, vélmenni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, hefur fundið ummerki um lífrænar sameindir á Mars. Vélmennið er statt í Gale Crater þar sem vatn var fyrir 3,5 milljörðum ára. Í borsýnum, sem vélmennið hefur tekið úr jarðveginum, fundust greinileg ummerki eftir nokkrar lífrænar sameindir.

NASA skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær. Það er því ljóst að á Mars eru flóknar sameindir undir yfirborðinu. En það er rétt að hafa í huga að þessar sameindir eru ekki sönnun fyrir að líf hafi eða sé að finna á Mars. Sameindirnar gætu einnig hafa myndast af völdum jarðfræðilegra atburða á botni vatnsins eða hafa borist með loftsteinum eða geimryki.

Lífrænar sameindir innihalda kolefni og vetni og geta einnig innihaldið súrefni, köfnunarefni og önnur efni.

„Með þessu nýju uppgötvunum er Mars að segja okkur að halda okkar stefnu og halda áfram að leita að sönnunum fyrir lífi.“

Sagði Thomas Zurbuchen, hjá NASA, í gær. Hann sagðist sannfærður um að núverandi og framtíðar leiðangrar NASA til Mars muni leiða til enn merkilegri uppgötvana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Í gær

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks