fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Hin brasilíska Anna skapar súkkulaði á daginn og safnar fyrir Verkfæraleigu á Karolina Fund

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Worthington De Matos, sem er fædd og uppalin í Brasilíu, kom í heimsókn til íslenskrar vinkonu sinnar í fyrra eftir að hafa misst vinnuna sína í Bretlandi. „Vinkonan lagði til að ég myndi flytja hingað og ég ákvað að gera það og hingað til er það besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir Anna. Í dag starfar hún hjá Omnom súkkulaðigerðinni og vinnur jafnframt að því að opna Reykjavík Tool Library, verkfæraleigu sem virkar eins og bókasafn. Söfnun er á Karolinafund og lýkur henni þann 12. júní næstkomandi.

„Ég fékk hugmyndina af því að ég seldi öll verkfærin mín í Bretlandi og ætlaði að kaupa mér ný hér, en þau eru mun dýrari hér en í Bretlandi. Vinir mínir komu þá með þá hugmynd að ég myndi opna verkfæraleigu,“ segir Anna.

Hún fór á námskeið fyrir konur af erlendum uppruna sem haldið var í Nýsköpunarmiðstöð Íslands og þróaði hugmyndina áfram.

„Hugmyndin er bæði að bjóða verkfæri til leigu í ýmist 3 eða 7 daga, gegn því að greiða árgjald. Þetta virkar þá bara eins og útleiga á bókasafni, nema að í stað þess að leigja bækur þá ertu að leigja verkfæri. Einnig langar mig til að hafa aðstöðu fyrir fólk til að koma og nota verkfæri á staðnum hjá mér til að búa til handverk og slíkt,“ segir Anna. Húsnæði er hins vegar ekki fundið enn og bíður Anna eftir að söfnuninni ljúki með að finna húsnæði. Ef einstaklingar eða fyrirtæki vilja gefa verkfæri þá tekur Anna einnig á móti þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Í gær

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“